Heiðursmenn án samkomulags

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og formaður þingflokks þeirra, og Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar, eru ekki á eitt sáttir um ástæður þess að Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, er ekki boðaður á fundi leyninefndarinnar sem á aðvinna lausn á fiskveiðistjórnarhnút ríkisstjórnarinnar.

Nú eru þeir Báðir, Björn Valur og Þór, þekktir fyrir allt annað en að fara á svig við sannleikann. Báðir djúpir stjórnvitringar, hóværir og málefnalegir jafnt á þingi sem utan þess. Þar af leiðandi er það erfitt fyrir utanaðkomandi að ráða í hvor þeirra hafi nú rétt fyrir sér. Vont er fyrir þessa tvo heiðursmenn að vera án samkomulags.

Líklegast er að báðir hafi eitthvað til síns mál og þeir hafi í raun talað í kross sem er ekkert óeðlilegt þegar slíkir krossferðariddarar eigast við. Vonandi geta þeir nú talast við í eigin leyninefnd en Hreyfingin er með leyniaðild að ríkisstjórninni og hefur samykkt að verja hana vantrausti.


mbl.is Ekki hægt að færa menn til fundar í böndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband