Kemur allsherjarmálaráðherra Ögmundi til hjálpar?

Í stað þess að leggja aleinn í krossferð gegn feministum, pólitískum andstæðingum og óþrifaliði á bloggi og athugasemakerfum hefði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, auðvitað átt að viðurkenna fyrst af öllu að hann hefði haft rangt fyrir sér varðandi ráðningu sýslumanns á Húsavík. Síðan hefði hann átt að biðjast afsökunar á því að hafa ráðið mann á grundvelli rangs mats. Eftir að hafa sýnt auðmýkt og eftirsjá hefði hann átt að óska eftir því að fá að rökræða málin.

Nei, þetta kann hann ekki og hefur aldrei þurft á þessari þekkingu að halda. Núna á innanríkisráðherrann sér ekki viðreisnar von nema því aðeins að flokksfélagar hans linni látum. Það er borin von. Ögmundur hefur ruggað bátnum óþægilega síðustu þrjú árin og stigið á nokkrar tær og það mun flokkseigendafélag Vinstri grænna aldrei fyrirgefa. Við sjáum þetta greinilega á hamaganginum í fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hún er oft kremlverskur mælikvarði á pestir í ríkisstjórninni.

Ögmundur stendur einn og yfirgefinn. Vel má vera að ráðuneytið hafi talið rétt að málum staðið varðandi ráðningu sýslumannsins. Engu að síður er ljóst hver ber ábyrgðina, hina pólitísku sem og hina rekstrarlegu.

En Ögmundur spriklar í netinu sem sífellt herðist um hann. Hann veit ekki einu sinni hvort hann beri ábyrgð sem æðsti embættismaður ráðuneytisins eða Ögmundur, þingmaður, pólitíkusinn.

Hann hefur yfirleitt þann háttinn á að tala sem mest, í þeirri von að hann annað hvort yfirgnæfi gagnrýnisraddirnar eða þeir sem þær eiga nenni hreinlega ekki að þusa meira í kallinu.

Ögmundur má nú varla við margnum nema því aðeins að allsherjarmálaráðherra og flokkseigandi númer eitt í Vinstri grænum komi honum til hjálpar. Er það ekki borin von?


mbl.is Fyrirvararnir voru skýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já hann er ekki í góðri stöðu núna hann Ögmundur og ef það á eitthvað að vera mark á orðum Forsætisráðherra þar sem hún telur að sá Ráðherra sem hún gegnir í dag eigi að bera ábyrgðina á stöðu mála þá á þessi Ríkisstjórn að fara frá ekki seinna en núna...

Þau eru aldeilis búinn að skjóta sig í eigin fót núna og eiga að bera ábyrgð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 22:22

2 Smámynd: Elle_

Hvar kemur óvéfengjanlega fram að Ögmundur hafi brotið lög?  Hví á hann þá að biðjast afsökunar eða sagst hafa gert mistök? 

RUV sagði rangt frá.  RUV sagði hann hafa játað að hafa brotið lög.  Hinsvegar sagði hann það ekki, hann sagðist hafa gert það sem hann taldi rétt og enn telja sig hafa gert rétt og í samræmi við lög.

Elle_, 2.9.2012 kl. 22:57

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er allt satt og rétt, en þó er ein smávægileg villa: Þú talar um „fréttastofu ríkisútvarpsins“. Hið rétta er: „fréttastofa ríkisstjórnarinnar“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2012 kl. 23:53

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Viljandi gert hjá mér, Vilhjámur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.9.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband