Enn er sumar, langt í haustið

Í fyrirsögn fréttarinnar felst dálítil alhæfing. Norðurland er stórt og eiginlega ekki sama hvar borið er niður hvað veðurlag varðar, svo ólíkir eru staðirnir. Og jafnvel þó snjói í fjöll, þýðir það ekki að haustið sé komið.

Raunar leiðist mér afskaplega haustáróðurinn í fjölmiðlum þegar komið er fram í ágúst. Vissulega er haustið á næsta leyti, það vita allir og engin þörf á áminningum. Hitt gera færri og færri sér grein fyrir að veðurlag á landinu er óvíst, allan ársins hring. Á miðju sumri getur snjóað eins og dæmin sanna. Þá er vissulega „haustlegt“ um að litast.

Svo rammt hvað nú að haustáróðrinum í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum að almennum lesendum blöskraði og töluðu um að nú haustaði snemma það vorið. Eða ef til vill var þetta orðalag um eitthvað allt annað.

Ég ólst nú upp við að september tilheyrði sumrinu og þannig er það enn í huga mínum. Fyrir þá sem unna gönguferðum og ferðalögum er margt hægt að gera, raunar fram eftir öllu hausti. Kíkið bara á ferðaáætlanir ferðafélaganna. 


mbl.is Haustlegt um að litast norðanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband