Hvers vegna er VG margklofinn flokkur?
27.8.2012 | 12:10
Vinstrihreyfingin grænt framboð hélt tvo flokksráðsfundi um helgina. Annar þeirra var haldin á Hólum í Hjaltadal. Þann fund sat ég. [...]Ég veit ekki hvar hinn fundurinn var haldinn en af honum eru sagðar þær fréttir að þar hafi komið fram stigvaxandi óánægja með flokksmanna sem gæti jafnvel leitt til stjórnarslita. Engar slíkar ályktanir hafa enn birst frá þessum fundi mér vitanlega.
Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna ritar ofangreint á bloggið sitt og skilur ekkert í að fylgið við flokk hans skuli minnka og fyrrum flokkmenn og núverandi gagnrýni hann og aðra í forystumenn flokksins. Á Hólum samþykkti flokksráðið allt með sovéskri fyrirmynd. allir klöppuðu fyrir forystunni. Flokkurinn ítrekaði meira segja andstöðu sína við stefnu ríkistjórnarinnar í ESB málinu.
Í síðustu þingkosningum fékk VG 14 þingmenn. Af þeim mættu þessir ekki á flokksráðsfundinn á Hólum.
- Jón Bjarnason, þingmaður VG.
- Atli Gíslason ... úbbs hann er farinn úr flokknum
- Lilja Mósesdóttir ... úbbs, hún er farin úr flokknum
- Ásmundur Daðason ... úbbs, hann er farinn úr flokknum
- Þráinn Bertelsson, nei hvað gerðist, hann er kominn í flokkinn en var ekki í skapi til að mæta á flokksráðsfundinn
Þingstyrkur Vinstri grænna er nú 11 þingmenn, væri 10 ef Þráinn hefði einhverja samstarfshæfileika í stjórnmálum, þá væri hann enn í Borgarahreyfingunni.
Hvernig skyldi nú standa á klofningi í Vinstri grænum?
Þrír þingmenn eru farnir úr VG og að minnsta kosti einn er kominn á hliðarlínuna. Þetta ber auðvitað því glöggt vitni hvernig samstarfið er innan flokksins að þeir sem hafa hrökklast í burtu séu nærri -því jafnmargir og þingmennirnir sem flokkurinn fékk í kosningunum 2003, þeir voru fimm.
Nei, engar ályktanir hafa komið frá hinum fundinum sem Björn Valur segir frá. Hann gleymir þó að minnast á Vinstrivaktina gegn ESB, sem Ragnar Arnalds, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins heldur út af miklum dugnaði og gagnrýnir aðlögunarviðræðurnar harðlega.
Björn Valur nefnir ekki einu sinni Hjörleif Guttormsson á nafn, var hann þó þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið, en hann hefur gagnrýnt harðlega svik flokksforystu Vinstri grænna vegna aðlögunarviðræðnanna við ESB.
Allt þetta myndi mér í léttu rúmi liggja ef ekki væri vegna þess að VG og Samfylkingin hafa fyrir hönd íslensku þjóðarinnar beinlínis logið því að Brusselvaldinu að Íslendingar vilji ganga í ESB.
Bjarni og Jón mættu ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.