Heimskuleg ummæli Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur
26.8.2012 | 12:32
Ein furðulegasta grein sem ég las um helgina fann ég í Fréttablaðinu. Þar ritar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, háskólalektor.
Forsaga málsins skiptir eiginlega litlu, en þó má geta þess að Sigurbjörg þessi telur sig vera að svara gagnrýni Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, sem vísar í fyrri orð Sigurbjargar um fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
Í lok greinar sinnar verður Sigurbjörgu þetta að orði:
Að því tilefni tel ég rétt að gera grein fyrir því að störf háskólakennarans sem hér skrifar eru fjármögnuð af almannafé, úr ríkissjóði. Í máli hans felst gagnrýni á stjórnvöld úr hvers sjóðum hann þiggur sín laun. Störf ritstjórans sem tekur til varnar fyrir fulltrúa stjórnvalda eru fjármögnuð af aðilum á markaði. Það út af fyrir sig er umhugsunarvert.
Þetta eru dálítið ruglingsleg samsetning og að auki illa skrifuð. Hins vegar kemst maður ekki hjá því að reyna að grísa á merkinguna og hvað það er sem sé umhugsunarvert.
Ég skil ofangreint á þann hátt að Sigurbjörg telji að nafn launagreiðanda skipti öllu máli um trúverðugleika málflytjanda. Þiggi hann laun frá ríkinu ætti allt að vera í lagi. Hins vegar þurfi að skoða vandlega hver sé launagreiðandinn áður en hægt er að skera úr um hversu vel er hægt að trúa þeim sem orðið hefur.
Þessi orð konunnar eru heimskuleg. Tómt bull. Munum að hlusta á röksemdafærslu fólks. Látum rökin tala, ekki útlit, starf eða fyrri störf.
Pólitísk umræða í dag hefur verið gengisfelld af fólki eins og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, sem hlustar ekki heldur tekur afstöðu vegna útlits, starfs eða annara hluta sem engu skipir. Þetta er þvílík fjarstæða að ekki tekur nokkru tali.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll nafni, í þetta sinn er ég nú ekki sammála þér. Sigurbjörg verður að teljast nokkuð frjásl að skrifa það sem henni sýnist, og tekst ansi oft bara mjög vel upp. Hér á bólutímunum var því haldið fram að eigendur Baugsmiðlanna væru ekki undir neinum þrýstingi frá eigendum sínum. Að sama átti við um starfsmenn bankanna. Þetta hefur fyrir löngu verið afsannað. Annað hvort hafa menn talað af sér, ljóstrað upp eða vinnubrögðin hafa verið fengin fram í yfirheyrslum.
Það að meirihluti fjölmiðla sé enn í eigu eins útrásarvíkingsins, eða eiginkonu hans er með ólíkindum. Mér er alveg sama hvort sá heitir Jón Ásgeir eða Björgúlfur Thor.
Skrif ritstjóra Fréttablaðsins verður að meta í ljósi eiganaraðildar. Það er kominn tími til þess að fjölmiðlalög séu sambærileg hérlendis og í nágranaríjum okkar.
Sigurður Þorsteinsson, 27.8.2012 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.