VG er umbúðir utan um ráðherrastóla

Það hlýtur að vera nöturlegt fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna að átta sig á því að forysta flokksins hefur eyðilagt hann. Forusta VG studdi aðild Íslands að ESB og taldi öðrum trú um að þjóðaratkvæði í lok viðræðna myndi væri einhvers konar öryggisventill. Þeir slepptu því hins vegar að greina frá því að þetta væru ekki aðildarviðræður heldur ferli sem hefur hingað til átt að aðlaga íslenskt stjórnkerfi, lög og reglur að því sem gildir í þessu risavaxna bákni sem ESB er.

Samfylkingin og ESB lugu að þjóðinni. Þeir hentu Jóni Bjarnasyni út úr ríkisstjórn af því að hann var svo vitlaus að segja sannleikann. Hann rekst ekki í flokki sem er á móti sjálfstæðri hugsun.

Og svo hló þetta lið allt saman að Sjálfstæðisflokknum sem vildi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en farið væri í viðræður við ESB og þjóðatkvæðagreiðslu eftir viðræður. Í ljós hefur komið að Sjálfstæðisflokkurinn hafði rétt fyrir sér, nákvæmlega það sem Samfylkingin óttaðist. Þjóðin vill ekki í ESB. Hefði Alþingi borið gæfa til að fara að stefnu Sjálfstæðisflokksins væru aðstæður allt aðrar í stjórnmálum. Ég græta hins vegar ekki sjálfseyðingarleiðangur ríkisstjórnarflokkanna nema fyrir þá sök að þjóðin tapar.

Menn eins og Hjörleifur Guttormsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, skilja ekkert í forystu Vinstri grænna. Hann segir í grein í Morgunblaðinu í morgun:

Hvers konar skilaboð eru það til ungra Íslendinga að stjórnmálaflokkur eins og VG sé á kafi í aðildarviðræðum við ESB þvert gegn boðaðri stefnu? Tilraun VG-forystunnar til að skýra fráhvarf frá eigin stefnumiðum fólst í því að þjóðin ætti að lokum að ráða niðurstöðu og VG þannig að gerast einskonar viljalaus ferja í aðildarferli. Stjórnskipulega var sú hugsun rökleysa frá upphafi og inn á við fól hún í sér skilaboð þess efnis að flokkurinn væri aðeins umbúðir utan um ráðherrastóla. Þessi aðferðafræði hefur orðið VG dýrkeypt og vonlaust er að tjalda henni til í aðdraganda kosninga.

Vinstri grænir ríða nú að Hólum og halda flokksráðsfund. Þeir héldu einn slíkan í fyrra líka. Fyrir þessa fundi voru flokksmenn með hávaða og læti, rétt eins og núna, en þegar á fundinn sjálfan er komið þegja þeir og gefa forystu flokksins lausan tauminn. 

Ég þori að veðja atvinnuleysisbótunum mínum að ekkert mun gerast á flokksráðsfundi Vinstri grænna á Hólum. Jú, kannski stendur einn og einn upp og reynir að rífa sig en í lokin munu fundarmenn standa saman í flokki sínum sem er ekkert annað en „viljalaus ferja í aðildarferli.“ eins og Hjörleifur segir réttilega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ekki gott fyrir VG og ef að þessi komandi helgi á ekki eftir að skila neinu nema sama ástand þá er þessi flokkur VG búinn að vera...

Það hlýtur að gerast eitthvað róttækt á þessum fundi og myndi ég halda í það fyrsta að VG þyrfti að losa sig við Steingrím J. Sigfússon vegna þess að hann er búinn að sanna það fyrir flokksmönnum og Þjóðinni að honum er ekki treystandi, engum orðum sem koma frá honum er treystandi því miður fyrir VG.

En þetta er það sem VG standa frammi fyrir og óskandi að flokkurinn hafi nógu sterk bein í nefi sínu til að standa á samþykktum flokksins og henda þeim út sem ekki hafa gert það.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2012 kl. 13:06

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Ingibjörg. Þjóðin þarf að komast úr þessum vítahring sem aðlögunarferlið er. Til þess þarf viðhorfsbreytingu hjá Vg. Ég er hins vegar afar svartsýnn á að flokkurinn breyti um „stefnuleysi“ í þessu máli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.8.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband