Skattahækkanir hafa slæm áhrif
20.8.2012 | 09:58
Tekur Bogi dæmi af einu dótturfélaga samstæðunnar; Flugfélagi Íslands. Skatta- og gjaldskrárhækkanir á félagið hafi numið 114% frá árinu 2009 og farþegafjöldi dregist saman um 2% á sama tíma þrátt fyrir aukningu á flugi til Grænlands.
Ofangreint er úr ágætri frétt í Morgunblaðinu í morgun þar sem fjallað er um neikvæðar afleiðingar hækkunar á virðisaukaskatti á gistingu. Rætt er við forráðamenn Icelandair og meðal þeirra Boga Nils Bogason sem er fjármálastjóri hjá Icelandair Group og er tilvitnunin út viðtalinu við hann.
Greinilegt að þungt er í mönnum vegna sífelldra skattahækkana og vara menn eindregið við því að þær komi stjórnvöldum í koll ins og svo oft áður. Benda má á hækkun á bensíngjaldi sem hefur ekki aukið tekjur ríkisins heldur dregið hreinlega úr ferðalögum fólks auk þess að vera hreinn landsbyggðaskattur.
Auðvitað vita allir hvernig hagstæðast er að standa að tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Aðferðin er síst af öllu að rústa möguleikum til tekjuöflunar. Bogi segir í viðtalinu:
... að auka umfangið með því að draga úr hækkunum á sköttum og opinberum gjöldum, stækka skattstofna, minnka um leið atvinnuleysi og styrkja gjaldeyrisforðann.
Taka má eindregið undir þessa skoðun, sem í raun er hægt að fullyrða að sé staðreynd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.