Kolvitlaus röksemdafærsla Jóns Bjarnasonar
15.8.2012 | 17:18
Vinstri grænir vildu starfa með Samfylkingunni og það hefur valdið hrikalegu fylgistapi þessara tveggja flokka, ekki síst vegna aðildarumsóknarinnar að ESB.
Jón Bjarnason, þingmaður og burtrekinn ráðherrra landbúnaðar- og sjávarútvegs, segir á heimasíðu sinni:
VG hefur fært miklar fórnir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með Samfylkingunni, misst öfluga þingmenn, stuðningsfólk, félaga og baráttufólk úr forystusveit til þess eins að þóknast Samfylkingunni í ESB-umsókninni, þessu eina baráttumáli hennar.
Þetta er kolvitlaust hjá Jóni og í raun óskiljanlegur samsetningur. Það er engin fórn af hálfu VG að ákveða að styðja aðiladarumsókn í ESB. Flokkurinn ákvað þetta, hélt einfaldlega að hann kæmist upp með að svíkja stefnu sína og flokksmenn myndu ekki gera neinar athugasemdir við það. Í raun má kalla umsóknina pólitískt klúður VG.
Jón Bjarnason reynir nú að friðmælast við formann VG er hann líkir honum við trúmanninn Sturla Sighvatsson sem gekk til Rómar til að öðlast fyrirgefningu synda sinna. Slakari samlíking fyrirfinnst varla.
Steingrímur J. Sigfússon hélt af hroka sínum að hann kæmist upp með að stýra VG inn í Evrópusambandið þvert á allar flokkssamþykktir. Enn hefur hann ekki beðist forláts á þessari stórsynd sinni hvað þá að hann muni nokkurn tímann taki út refsingu á borð við þá sem Sturla lét sig hafa forðum.
Auðvitað verður hann áfram formaður VG þrátt fyrir svikin, og þeir Jón mun fyrr eða síðar fallast í faðma vegna þess að það eina sem skilur að þessa tvo menn er bannsett aðildarumsóknin. VG mun bráðlega falla frá stuðningi sínum við hana vegna þess að flokkurinn er að tapa atkvæðum. Steingrímur mun þá reyna að kjafta sig út úr vandanum eins og hans er von og vísa og flokksmenn hans munu gleypa við því sem hann segir, eins og þeirra er von og vísa.
Þó þjóðin geti verið ánægð með andstöðu Jóns Bjarnasonar gegn ægivaldi ESB er hann engu að síður hluti af ríkisstjórnarmeirihluta sem gert hefur meira ógagn í kjölfar hrunsins heldur en hrunið sjálft.
Miklar fórnir í samstarfinu við Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin hefur þurft að fórna miklu meira fyrir samstarfið við VG.
Flokk dauðans fyrir atvinnulífið.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2012 kl. 21:04
Hárréttur pistill hjá Sigurði.
Og af hverju kusu VG-liðar líka ICESAVE? Næstum allur flokkurinn á einum eða öðrum tímapunkti. Það vita allir að það var miði Samfó inn í Brusselveldið. VG-liðar voru ótrúlega hjálplegir við þann flokk við að níðast á þjóðinni.
Æ-i, Hvellur, flokkur Jóhönnu fórnaði engu. Þau eru flokk dauðans.
Elle_, 16.8.2012 kl. 01:01
Að vísu missti VG Atla, Ásmund og Lilju. Og Steingrímur átti ekkert með að reka Jón eða víkja honum. Jón var bara ekki nógu hlýðinn við alræði Jóhönnu og Steingríms.
Jóni vil ég alls ekki líkja við Steingrím samt, þó Steingrímur komist upp með að vaða uppi í flokknum. Jón er miklu mildari. Steingrímur er forhertur og lyginn.
Elle_, 16.8.2012 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.