Mörður reynir að rugla umræðuna

Alveg er hann furðulegur njóli, hann Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.Og hann fær að komast um með orðhengilshátt vegna umræðunnar um aðlögunarviðræðurnar við ESB og snýr málinu algjörlega á haus.

Málið snýst einfaldlega ekki um að Ögmundur innanríkisráðherra og Jón fyrrverandi telji að „því lengra sem við komust í þeim, þeim mun betra er það fyrir kosningarnar“, eins og Mörður leyfir sér að orða það. Það er alls ekki það sem efst er í huga VG liða. Þeir eru einfaldlega flestir á móti aðild Íslands að ESB og vilja með öllum ráðum komast út úr þeirri klemmu sem þeir komu sér í með stjórnarsáttmálanum.

Kæru lesendur, hugsið ykkur. Stjórnmálaflokkur samþykkir aðildarviðræður að ESB þvert gegn öllum flokkssamþykktum og aðildarviðræðurnar reynast vera aðlögunarviðræður. Látum vera hversu illa þessir VG aðilar voru að sér í upphafi og að þeir töldu jafnvel sjálfstæði Íslands og fullveldi fórnandi fyrir aðildina. Augu þeirra hafa hins vegar opnast og nú vill VG út.

Og hver skyldi ástæðan vera? Jú, komandi kosningar. Þjóðin er að langmestum hluta á móti ESB og fylgið hrynur af flokknum. Ástæðan er einfaldlega að flokkurinn verður með lágmarksfylgi um næstu kosningar vegna þessara hrakferðar sem umsóknarferlið hefur í raun verið.

Mörður gerir lítið úr þessu og heldur að hann geti varpað umræðunni á dreif. En auðvitað veit hann sem er að fylgishraun VG vegna ESB er hrikalega alvarlegt og Samfylkingin fer ekki varhluta af andstöðunni. Þess vegna er ekki ólíklegt að þessir tveir flokkar nái samkomulagi um að setja málið á ís.

Hitt er þó alveg ljóst að ESB fylgist grannt með jarðhræringum í stjórnmálum hér á landi. Umsóknin er því mikil ávirðing fyrir Ísland vegna þess að allir vita núna að engin innistæða var fyrir henni í upphafi.


mbl.is Mörður tekur undir með Jóni Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband