Óhreinlæti gesta í almenningslaugum
10.8.2012 | 16:18
Um fátt er meira rætt en að keppnismenn í sundi mígi í laugarnar á meðan á æfingum eða keppni stendur. Vissulega ógeðfeld hugsun. Læknar segja ýmsar örveirur í þvagi afar óæskilegar fyrir aðra gesti.
Þetta er þó smáræði miðað við það sem fylgir óþrifnaði margra innlendra og erlendra ferðamanna sem sækja sundlaugar. Sumt af þessu fólki þvær sér ekki áður en það fer ofan'í. Ástæðan er meðal annars sú að misjafn siður er í hverju landi og fólki finnst það reglulega andstyggilegt að þurfa að afklæðast og þvo sér fyrir opnum tjöldum ef svo má segja. Innlendum þykir það hins vegar ógeðslegt að fylgjast með fólki vaða ofan í laugar með skítakleprana hangandi utan á sér, t.d. eftir margra daga ferðalag á hálendi landsins.
Það sem þó skiptir mestu er að ekki er farið eftir reglum, t.d. í sundlaugunum í Reykjavík. Starfsfólk er fyrir löngu hætt að fylgjast með því hvort fólk þvo sér. Þetta er mikill skaði og verður æ verri eftir því sem fleiri sækja laugarnar.
Að mínu mati þarf að laga þrennt. Annars vegar viðhorf sundlaugarvarða, krefjast af þeim að þeir hafi eftirlit með því að gestir fari í bað áður en þeir fara í laug.
Í öðru lagi þarf að afhenda útlendingu sem greiða fyrir sudlaugarferð lítinn miða . Á honum að vera leiðbeiningar um um þrifnað, hvernig og hvar eigi að því sér sérstaklega vel og auk þess skýringar um nauðsyn hreinlætis fyrir almenningslaugar.
Í þriðja lagi þurfa að vera fyrir hendi sturtur sem hægt er að loka með hengi fyrir þá sundlaugagesti sem eru ekki vanir nekt í almenningslaugum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.