Þjófnaður á skattpeningum borgarinnar
10.8.2012 | 09:59
Harpan fer 405 milljónir króna fram úr tekjum yfirstandandi árs. Þetta er alvöru frétt og fjölmiðlar leita víða fanga til að skýra stöðuna fyrir lesendum sínum. Það vekur þó mesta athygli, jafnvel meiri en tapreksturinn sjálfur, að borgarstjórinn í Reykjavík hefur engar skoðanir á málinu.
Enginn fjölmiðill leitar til hans og svo lítinn áhuga hefur Jón Kristinsson, borgarstjóri, á málinu að hann ritar ekki einu sinni blaðagrein um það.
Ef til vill er hann enn í fríi í Noregi, má vera að hann sé að máta búninga fyrir hinseign daga, hann kann að vera að semja opnunarræðu fyrir menningarnótt, hugsanlega er hann að skipuleggja framboð til þings ...
Vissulega er starf borgarstjórans í Reykjavík mikilvægt. Það er þó hvorki réttlátt né sanngjarnt að hlífa núverandi borgarstjóra við rökræðum um starf hans eða verkefnum hans. Annað hvort sinnir hann starfinu eða segir af sér.
Fjölmiðlar hafa ekki leyfi til að hlífa manninum og leita annarra í borgarkerfinu. Sé það gert þarf að koma fram í fréttinni að ekki hafi náðst í borgarstjóra eða hann ekki gefið kost á viðtali. Enginn fjölmiðill hefur sinn skyldu sinni að þessu leyti.
Jón Kristinsson hefur hingað til komist upp með að gera ekki annað í starfi sínu en að hirða launin og fara svo í frí. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt. Raunar má með rökum kalla þetta þjófnað á skattpeningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Þetta er alveg rétt hjá þér.
Ja nema að því leyti til að þó svo einhver fjölmiðill mannaði sig nú upp í að reyna að finna Jón Kristinsson borgarstjóra. Er helst á því að fjölmiðlamenn ættu að gægjast á bak við allar súlurnar í Ráðhúsinu, en þar hefur hann stundum verið staðinn af því að fela sig þegar hann veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Þá held ég samt að þó þeir finndu hann þar og króguðu hann af til þess að tjá sig um mikið tap af Hörpunni að þá breytti það akkúrat engu.
Borgarstjórafígúrann hefði ekki hundsvit á því málefni frekar en öðrum málefnum borgarinnar.
Þetta er bara fígúra með einkabílstjóra sem dressar sig upp í gleðigöngur úti um allan heim og hann þarf ekki einu sinni að leika trúðsfíflið, því hann er það !
Það er mál til komið að fólkið í höfuðborginni fái borgarstjóra sem vinnur fyrir kaupinu sínu og tekur starf sitt alvarlega og af ábyrgð og umhyggju fyrir öllum borgarbúum.
Burt með trúðinn Jón Kristinsson, ekki nóg með að hann verði sjálfum sér til skammar, heldur er hann í stöðugum ferðalögum erlendis á kostnað borgarbúa til þess að verða þar sjálfum sér og þjóð sinni til skammar !
Gunnlaugur I., 10.8.2012 kl. 10:44
Já sæll Sigurður, ég er algjörlega sammála ykkur strákunum og ekki spurning að það á að finna manninn og láta hann svara fyrir þetta, hann er jú Borgarstjóri og á að vita allt um þessa hluti og ef staðan er virkilega þannig að hann veit ekkert þá á hann að segja af sér tafarlaust og fara með það sama vegna þess að það er búið að kollvarpa öllu hérna í hækkunum á öllu og niðurskurði í skólamálum og dagvistunarmálum meðal annars vegna peningaleysis (það er það sem við fáum að heyra) á sama tíma og það er sukkað með peninga í Hörpunni...
Það virðist vera endarlaust til peningur í það sem þessum trúðum dettur í hug á sama tíma og það er ekki hægt að halda samfélaginu uppi eins og þyrfti vegna peningarleysis...
Það er komið nóg af þessum trúðslátum og tími komin á að fá fólk með vit í höfðinu og heila hugsun til að vinna að okkar málum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.8.2012 kl. 14:18
Ég er hjartanlega sammála ykkur! Ég er fædd og uppalin Reykvíkingur, þó að ég hafi búið út á landi í mörg ár. Ég lít ekki á Reykjavík sem borg bara fyrir þá sem þar búa, þetta er höfuðborg allra landsmanna, því kemur okkur það við hvernig borgastjóri á hverjum tíma kemur fram og hvernig hann klæðist, a.m.k. ef hann leyfir sér að druslast um í kvennfatnaði, (nema auðvita að borgastjórinn sé kona). Ef heilastarfsemi núverandi borgastjóra nær ekki út fyrir ramma hinsegin-daga, á hann að segja af sér. Ekki þar fyrir hann var búinn að lofa því í síðustu kosningum að hann ætlaði ekki að gera neitt annað en að hirða kaupið sitt. Munið það í næstu kosningum að þó það þurfi að refsa þeim sem sitja í stjórn hverju sinni er ekki víst að það borgi sig að kjósa bara einhvern,eins og margir vinir mínir sögðu það getur varla versnað frá því sem var.
Sandy, 10.8.2012 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.