Hvanná hefur alltaf verið til vandræða

P0001291

Þórsmörk er norðan Krossár, Goðaland og fleiri svæði eru sunnan. Básar eru á Goðalandi, Langidalur og Húsadalur tilheyra Þórsmörk.

Hvanná kemur úr samnefndu gili. Hún er viðsjárverð. Vex hratt í rigningum og þegar hlýtt er í veðri kemur snjóbráðin hratt fram í henni.

Ekki er rangt að segja að Hvanná sé á leiðinni í Þórsmörk. Þarflegra væri að geta þess að hún er líka farartálmi á leiðinni í Bása en þangað fer stærsti hluti ferðamanna sem leggur leið sínaá eigin bíl á þessar slóðir. Hins vegar er það beinlínis rangnefni að kalla þennan veg „Þórsmerkurleið“.

Svo er það ekkert nýtt að Hvanná breyti um farveg. Hún gerir það oftsinnis á hverju ári og ekki þarf annað en að skoða aurkeiluna úr Hvannárgili til að sjá að það þannig hefur hún hagað sér í langan tíma. Og svo spyr maður sig hvort það sé ekki bara eðlilegt að Hvanná fái að vera ótamin um ókomna tíð?


mbl.is Leiðin inn í Þórsmörk varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér ... allt frá því maður fór fyrst þarna innúr um ´70 hefur þetta verið ævintýraheimur .. maðurinn á stundum að láta náttúruna um þetta sjálfa og bera virðingu fyrir því svo framalega sem ekki skapast stórfenglegar hættur !

Jón Snæbjörnsson, 7.8.2012 kl. 09:56

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Oftast er það nú bara fólk sem setur sig í hættu, það er nú mestur vandinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.8.2012 kl. 09:58

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Sammála drengir, og svo þarf ekkert að fara yfir Hvanná, til að komast í Þórsmörk.

Börkur Hrólfsson, 7.8.2012 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband