Ríkisstjórnina skortir skilning

Fáir menn hafa betri eđa gleggri yfirsýn yfir stjórnmálin en Ţorsteinn Pálsson, fyrrverandi formađur Sjálfstćđisflokksins. Ég er ekki alltaf sammála honum en nýt ţess engu ađ síđur ađ lesa greinar hans í Fréttablađinu. Hann er skýr, stuttorđu og hnitmiđađur.

Ţorsteinn ritar síđasta laugardag um embćttistöku forseta Íslands. Hann hefur nokkrar mćtur á forsetanum en engu ađ síđur sér hann í gegnum hann og segir frá ţví á ţann hátt ađ enginn ćtti ađ geta misskiliđ:

Rćđa forseta Íslands viđ embćttistökuna nú í vikunni var ekki gallalaus. Sjálfsupphafningin var til ađ mynda á sínum stađ ţótt hún hafi ađ ţessu sinni fremur veriđ ívaf en uppistađa. Kjarninn í rćđunni var hins vegar hófsöm hirting vegna ráđleysis og sundurlyndis viđ međferđ stjórnarskrármálsins á Alţingi. 

Í greininni reynir Ţorsteinn ađ líta frá göllunum í rćđu forsetans og einblínir á ţađ sem í raun skiptir öllu máli og segir:

En ţađ er ástćđa til ađ horfa fram hjá ţessum ágöllum vegna ţess í rćđunni var bođskapur sem á brýnt erindi. Forsetinn benti međ sterkum og afgerandi hćtti á ţann háska sem í ţví er fólgin ţegar landsmálaforystan vill ekki breiđa sátt um undirstöđur stjórnskipunarinnar. Verkurinn er sá ađ forsetinn hefur svo oft hrópađ hátt án ţess ađ efni stćđu til ađ ekki er víst ađ ţeir leggi viđ hlustir nú sem helst ćttu ađ gera ţađ.

Og Ţorsteinn gagnrýnir harđlega fyrirćtlanir ríkisstjórnarinnar međ drög ađ nýrri stjórnarskrá og varar viđ afleiđingunum:

Kjarninn í bođskap forsetans er ţó fyrst og fremst sá ađ stjórnarskrá sem sett er í fullkomnu stríđi er ekki traustari en hús sem reist er á sandi. Ţađ eru gömul sannindi og ný. Um enga löggjöf gildir ţađ fremur en stjórnarskrána ađ hana skuli byggja á bjargi.

Einhverra hluta vegna er umburđalyndi ríkisstjórnarmeirihlutans ţannig saman sett ađ honum er ţađ kappsmál ađ breyta stjórnarskránni án ţess ađ taka nokkurt tillit til annarra en ţeirra sem styđja stjórnlagaráđiđ ađ málum. Og ţeir stjórnlagaráđsliđar eru til sem ráđast međ svikabirgslum ađ ţeim sem ekki eru ráđinu fyllilega sammála. Allt ţetta er í hrópandi ósamrćmi viđ breytingar á stjórnarskránni frá stofnin lýđveldisins og á örugglega eftir ađ ađ verđa mikiđ vandamál. Annars vegar er veriđ ađ setja fordćmi sem gengur ţvert á siđvenjur lýđrćđisins, ađ međ góđu eđa illu skulu breytingar knúnar fram. Hins vegar er hugsanlega veriđ ađ leggja drög ađ breytingum sem án efa verđur breytt aftur nái önnur viđhorf síđar fram. Ţar međ erum viđ komin međ stjórnarskrána í slíkar ógöngur ađ hún verđur stöđugt bitbein.

Í lok greinar sinnar varpar Ţorsteinn fram áhugaverđum vangaveltum:

Nýkjörinn biskup vék einnig međ skýrum rökum ađ stjórnarskrármálinu af predikunarstóli dómkirkjunnar fyrir embćttistökuna. Biskupinn benti réttilega á ađ ţjóđkirkjan nýtur sérstakrar stjórnarskrárverndar vegna ţess ađ hún hefur veriđ hluti af innviđum samfélagsins. Hvernig styrkir ţađ samfélagiđ ađ rífa ţá innviđi niđur? Bćtir ţađ andann í ţjóđfélaginu?

[...]

Bćđi forsetinn og biskupinn hafa kastađ bolta í fangiđ á forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Nú er ađ sjá hvernig ţeir spila úr ţeirri stöđu.

Ţetta eru áhugavert og í raun spennandi ađ fá niđurstöđur. Hins vegar held ég ađ ţćr komi seint frá ríkisstjórnarmeirihlutanum. Hvort tveggja er ađ hann skilur ekki ţađ sem Ţorsteinn eđa biskup segir og ţó hann gerđi ţađ skortir hann greind til ađ vinna úr málinu. Ríkisstjórnin hefur látiđ fleiri og jafnvel alvarlegri mál sitja á hakanum en ţetta, hvort tveggja af heimsku og getuleysi.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Núverandi ríkisstjórn beitir ofbeldi gegn lýđrćđinu í nánast öllum málum, ef ekki öllum.  Ţorsteini Pálssyni er ég ósammála, eins og langoftast, og nú varđandi rćđu forsetans.  Ólafur var auđmjúkur, rökfastur, ţakklátur og ekki međ neina sjálfsupphafningu.

Elle_, 6.8.2012 kl. 21:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband