Ekki kveikja eld á grónu landi

grilla#E5BCDHér áður fyrr var svo hatrammlega barist gegn því að kveiktir væru eldara á gróinni jörð að það jaðraði við öfgar. Engu að síður hafði þessi áróður tilætluð áhrif og nú er svo komið að enginn gerir það lengur.

Meðfylgjandi mynd er úr auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Á henni logar eldur í sviðnu grasi og ungur maður grillar kalkúnapylsur á priki. 

Þessi mynd er ekki boðleg og alveg ótrúlegt að auglýsingastofa skuli senda þau skilaboð út að í lagi sé að kveikja elda á grónum svæðum.

Ef við ætlum að grilla, gerum það ekki á jörðinni. Notum grill eða förum af gróðrinum og kveikjum eldinn á möl þar sem engin hætta er á að hann berist í gróður.

Góð umgegni ferðamanna er gríðarlega mikilvæg og allir sem nálægt ferðaþjónustu koma, gistiaðilar, umhverfissamtök, þjónustuaðilar og umsjónaraðilar lands leggja ríka áherslu á að fólk kveiki ekki elda á grónu landi. Ástæðan er einfaldlega sú að góður er lengi að ná sér, íkveikjuhætta er talsverð og fátt er meira óaðlaðandi en að koma td. að tjaldsvæði sem er allt flekkótt eftir opna elda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband