Mars 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Ekki kveikja eld á grónu landi
4.8.2012 | 09:58
Hér áður fyrr var svo hatrammlega barist gegn því að kveiktir væru eldara á gróinni jörð að það jaðraði við öfgar. Engu að síður hafði þessi áróður tilætluð áhrif og nú er svo komið að enginn gerir það lengur.
Meðfylgjandi mynd er úr auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Á henni logar eldur í sviðnu grasi og ungur maður grillar kalkúnapylsur á priki.
Þessi mynd er ekki boðleg og alveg ótrúlegt að auglýsingastofa skuli senda þau skilaboð út að í lagi sé að kveikja elda á grónum svæðum.
Ef við ætlum að grilla, gerum það ekki á jörðinni. Notum grill eða förum af gróðrinum og kveikjum eldinn á möl þar sem engin hætta er á að hann berist í gróður.
Góð umgegni ferðamanna er gríðarlega mikilvæg og allir sem nálægt ferðaþjónustu koma, gistiaðilar, umhverfissamtök, þjónustuaðilar og umsjónaraðilar lands leggja ríka áherslu á að fólk kveiki ekki elda á grónu landi. Ástæðan er einfaldlega sú að góður er lengi að ná sér, íkveikjuhætta er talsverð og fátt er meira óaðlaðandi en að koma td. að tjaldsvæði sem er allt flekkótt eftir opna elda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 5
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 1648474
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.