Slakt fylgi Sjálfstæðisflokksins við kjöraðstæður

Hvað veldur því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná meira fylgi við kjöraðstæður fyrir stjórnarandstöðuflokk? Að ná tæplega 37% fylgi við slíkar aðstæður er ekki viðunandi.
 
Þannig spyr Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni og virðist í betra sambandi við flokksmenn en forysta Sjálfstæðisflokksins.
 
Oft kjafta menn um pólitík í heita pottinum og rauna miklu víðar. Undarlega margir kannast við bloggið mitt og stundum fæ ég klapp á bakið og oftar en ekki vilja menn ræða við mig um stjórnmál. Svo kemur fyrir að ég þarf að svara fyrir forystu flokksins, sem ég hef nú aldrei tilheyrt en rennur þó blóðið til skyldunnar að reyna.
 
Oftast er ég spurður að því hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli nú að gera þegar hann kemst til valda. Þeir sem þannig spyrja gætu alveg treyst sér til þess að kjósa flokkinn aftur en vilja fá einhverjar yfirlýsingar um staðreyndir mála. Mér vefst oft tunga um höfuð sérstaklega þegar fólk spyr eftir áferðafallegar útskýringar mínar hvers vegna flokkurinn segi þetta þá ekki berum orðum. 
 
Á flestum brennur atvinnuleysið, skattamál, tekjuskortur, húsnæðisskuldir og álíka. Og ég rek enn og aftur einhverjar ályktanir síðasta landsfundar.
 
En Siggi minn, sagði góð vinkona mín um daginn, en hún er komin á eftirlaun. Þegar Davíð var í stjórnmálum gaf hann út lista með öllu því sem hann ætlaði að gera og dagsetti aðgerðirnar meira að segja. Ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir svona þá kýs ég hann aftur, sagði þessi góða kona.
 
Þannig á stjórnmálaflokkur auðvitað að vinna, vera sífellt vakandi og halda baráttumálum sínum að fólki og afla fylgis við þau. Ekki fara í sumarfrí á þessum síðustu og verstu tímum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sjálfstæðisflokkurinn er með 76% meira fylgi en nærst stærsti flokkurinn, Samfylkingin. Hann hefur líka rúmlega þrefalt fylgi á við VG. En ef Framsóknarflokknum bæri gæfa til að hreinsa af sér ESB- þingmennina, þá næst almennileg XD/XB stjórn. En Framsókn gengur illa að fylgja 80% kjósenda sinna sem vilja Ísland ekki inn í ESB.

Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 16:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Von að Styrmir spyrji - og fólk sé að spyrja þig, Sigurður.

Sjálfstæðisflokkurinn þegir þunnu hljóði. Er eitthvað sjálfgefið að hann bjóði sig fram í næstu þingkosningum?

Kolbrún Hilmars, 3.8.2012 kl. 16:08

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Af hverju ætti langstærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, ekki að bjóða fram? Um leið og formaðurinn tók afgerandi afstöðu gegn ESB- aðildaraðlögun, þá andaði fólk léttar og það auðveldar ákvörðunina. Fólk verður að fyrirgefa Icesave- klúðrið, sem bjargaðist í tvígang með forseta vorum.

Staðan núna er það sem skiptir máli, ESB og Evran í rúst og næg alvöruverkefni framundan fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 16:40

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hefur flokkurinn sagt eða gert eitthvað til þess að staðfesta framboð sitt, Ívar? Þessi síðasta skoðanakönnun endurspeglar þögn og aðgerðaleysi flokksins.

Eins og margir hafa bent á er 37% fylgi ekki viðunandi fyrir öflugan flokk í stjórnarandstöðu við óvinsælustu ríkisstjórn landsins frá lýðveldisstofnun.

Kolbrún Hilmars, 3.8.2012 kl. 17:00

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Munum að í síðustu kosningum til þings fékk Sjálfstæðisflokkurinn afspyrnu lélega útkomu. Að auki tapaði hann borginni eftirminnilega.

Margir af þeim sem sátu heima eða kusu aðra flokka eru nú að velta því fyrir sér að kjósa flokkinn, ma. vegna afstöðu hans til ESB en önnur mál eru afar brýn eins og ég nefndi í pistlinum.

Nauðsynlegt er að gera fólki auðveldara fyrir að styðja flokkinn í skoðanakönnum og kosningum. Fólk er enn tortryggið. Það þarf upplýsingar og staðreyndir.

Persónulega finnst mér 37% ekki viðunandi staða og tek að því leyti undir með Styrmi og Kolbrúnu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.8.2012 kl. 17:11

6 Smámynd: Aðalbjörn Þ Kjartansson

Sammála þér Sigurður, þetta er gjörsamlega óviðunandi fylgi með þessa hörmungar ESB/Icesave/SpKef/Grímsstaða stjórn við völd, enda heyrir maður lítið frá forystunni. Þetta væri öðruvísi ef Davíð væri nú við völd eins og þegar hann var upp á sitt besta. 50-60% fylgi sæi maður þá. Það vantar einhvern nýjan trúverðugan "Davíð" til forystu. Ég tilheyri nú orðið eldri borgurum þar sem eins miklu hefur verið rænt af okkur og svikið eins og kostur er, en samt heyrir mað lítið frá forystu sjálfstæðisflokksins hvað hann ætlar að gera, komist hann til valda. Held að forystan sé enn að gjalda fyrir Icesave stuðninginn.. Vonum að Eyjólfur hressist

Aðalbjörn Þ Kjartansson, 3.8.2012 kl. 18:07

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sjálfstæðisflokks-eignarhaldsfélagið er ekki til nokkurra réttláta verka hæft. Styrmir Gunnarsson gæti hjálpað okkur að réttlætismarkinu, en hann gerir það ekki. Hann gerir ekki neitt annað en að skrifa marklaus og falleg orð í Morgunblaðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.8.2012 kl. 18:11

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég held að öllum sé hollt að lesa reglulega það sem Styrmir lætur frá sér fara. Hann skrifar mest á Evrópuvaktina og síðan er hann með fastan vikulegan pistil í Mogganum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.8.2012 kl. 18:57

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég les það sem Styrmir skrifar, læri margt af því, og er sammála því sem han skrifar.

En ég er svo tilætlunarsöm að krefjast þess að hann segi okkur, hverju hann hefur kynnst í gegnum áratugina. Hann þekkir bæði upphafið og endirinn á hruninu, en deilir ekki sinni reynslu og þekkingu með okkur hinum.

Og samtímis styður Styrmir áfram Sjálfstæðisflokkinn. Ég fæ ekki eðlilega og trausta heildarmynd út úr því sem hann er að skrifa og því sem hann gerir.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.8.2012 kl. 19:33

10 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Því miður er aðeins einn Davíð Oddsson og það er ekki gott fyrir þennan stóra þjóðmálaflokk.

En ég tek undir með þessari konu sem vill fá ákveðna stefnu sem á að standa við, það vekur traust á forustunni.

Allt af margir í pólitík þora ekkert að segja, til að hafa sem flesta góða, en það er bara ekki neinn heiðarleiki í svoleiðis framkomu.

Það má aldrei verða aftur framboð með svipuðu sniði og Grínið hans Gnarr, svo dæmi sé tekið af rugl framboði.

Þessi stóri flokkur á að vera eins fjarri því og hægt er að tala loðið um stefnu sína.

Það er alveg hið minnsta að menn geti lýst sinni sýn, þó svo þurfi að fara að mál verði að ræða við aðra flokka og fá sameiginlega niðurstöðu sem flestir una.

Það er heiðarleg pólitík og kjósendur bíða eftir að eitthvað eðlilegt verði í spilunum, svo þeir geti myndað sér afstöðu.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 3.8.2012 kl. 22:24

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita eru 37% als óviðunandi við þessar aðstæður.  En formaðurinn heldur að það sé stórsigur og sé að þakka.  Það heyrist nánast ekki neitt frá þessum flokki nema að formaðurinn segir af og til að hann haldi þetta og hann telji hitt og af því má ráða að hann telur sig ekki vita neitt og heldur að meira þurfi ekki til. 

Hið ískalda Icesave klúður hans og reyndar meirihluta þingflokksins rústaði traustinu.  Hvernig er hægt að treysta svona fólki fyrir velferð þjóðar.  Hvenær bregðast krosstrén aftur.  Það vill engin sjálfstæðismaður láta plata sig eins og henti Vinstri Græna. 

En sé óskað eftir  afsökun á þessu klúðri svo hægt sé að byrja upp á nítt til að til að skapa traust, þá tilkynnir formaðurinn um stolt sitt vegna þessa, eða ekki er svarað.  

Þvílíkur er hrokinn og þar með er þessi maður búin að dæma sig úr leik.  En hann er eins og Steingrímur og víkur hvergi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.8.2012 kl. 22:59

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefið ritvillurnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.8.2012 kl. 23:05

13 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það vesta sem kom fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Bjarni Ben var kosinn Formaður Flokksins,honum er ekki treistandi í að halda okkur fyrir utan ESB. Bjarni Ben er óttarlegur víngull..

Vilhjálmur Stefánsson, 3.8.2012 kl. 23:10

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Mörgum líkar stefna Sjálfstæðisflokksins en formennskan er víst umdeild vegna fyrri gjörða, sem drógu verulega úr trausti. Manni skilst að ef Sigmundur Davíð skipti yfir í flokkinn, þá færi þetta að verða spennandi.

Ívar Pálsson, 4.8.2012 kl. 00:43

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Með umburðarlyndi við Esb-daður og dinglhugsunarhátt, þótt ekki eigi við nema um 2-4 þingmenn FLokksins, þá eykur Bjarni svo vantraust á honum, að það býr í haginn fyrir önnur framboð hægra megin (Hægri grænir) eða á miðjunni (kristið framboð) og þau bæði einörð og grjóthörð gegn Evrópusambands-innlimun. Þangað getur þá Sjáfstæðisflokks-grasrótin snúið sér, og skyldi engan undra.

Jón Valur Jensson, 4.8.2012 kl. 04:22

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður Alfreð. Jón Gnarr er sjálfum sér samkvæmur í orðum sínum og verkum. Það er meir en hægt er að segja um marga aðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2012 kl. 11:41

17 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bjarni er góður og málefnalegur maður og stendur sig ágætlega þó hann eigi stundum í vök að verjast. Munum þó það að forysta Sjálfstæðisflokksins er ekki eingöngu hann. Þar eru sem betur fer fleiri. Það sem flokkurinn þarf að gera er að skipuleggja sig betur og gera stefnuna skýrari. Eftir því var konan að kalla sem ég nefni í pistlinum og það er grunnur góðs árangurs. Hins vegar hefur það ekkert upp á sig að uppnefna einstaklinga eða gera lítið úr þeim. Allir reyna sitt besta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.8.2012 kl. 15:22

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Þegar þingmenn brjóta/svíkja reglur og samþykktir stjórnmálaflokka, þá hafa þeir skrifað sig út úr lýðræðinu.

Verra getur það ekki orðið hjá flokks-eigendaklíkunni fjórföldu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband