Lítt þekktar náttúruperlur á Íslandi

Fróðárdalur
Um daginn nefndi Ómar Ragnarsson nokkra staði sem honum eru hugstæðir en eiga það sameiginlegt að fáir leggja leið sína á þá. Hann sagði meðal annars og átti við útlenda ferðamenn:
 
Öllum er beint á "Gullna hringinn" og það í svo miklum mæli, að halda mætti að ekkert annað markvert sé að sjá á Íslandi. En því fer víðs fjarri. Undur náttúru Íslands eru enn að mestu óþekkt og þar af leiðandi hvergi nærri metin að verðleikum.
 
Undir þetta má vissulega taka. Ég hef eiginlega alla mína tíða verið ákaflega undrandi yfir þekkingarleysi íslenskra ferðaskipuleggjenda á landinu. Manni sýnist að hver skipuleggjandi fari í forspor hins, svona með örfáum undantekningum.
 
DSC_0025 Foss í Gjánni í Þjórsárdal
Ómar benti á eftirfarandi staði:
  • Gjástykki
  • Hveragil í Kverkfjöllum
  • Sönghofsdalur
  • Dynk
  • Gljúfurleitafoss
  • Hvanngiljafoss
  • Grímsvötn
  • Norðurgil við Mýrdalsjökul
  • Jökulgil við Torfajökul
  • Strandarhellarnir vestan við Þorlákshöfn
  • Hraukarnir í Kringilsárrana
  • Sauðárhraukar við Sauðárflugvöll
  • Grágæsadalur
  • Eldvörp
DSC_0181 Af Uppgönguhrygg ti Torfajökuls
Erfitt er að komast að sumum þessara staða sem Ómar nefnir og dregur það væntanlega úr vinsældum þeirra. Þá þeirra sem ég þekki er ég fyllilega sammála Ómari um.
 
Vatnsdalur
Mig langar að feta í fótspor Ómars og koma með lista yfir þá staði sem mér finnst einstaklega merkilegir en eiga það líka sameiginlegt að fáir leggja leið sína þangað. Í upphafi hélt ég að ég gæti takmarkað mig við ca. sama fjölda og Ómar en það reyndist ómögulegt. Alltaf bættust við staðir sem manni finnst að eigi skilið að komast á listann. Þannig getur hann orðið margfalt lengri en ég læt þessa duga:
L 0107 080907
  • Hattver í Jökulgili skammt frá Landmannalaugum og raunar Jökulgil allt 
  • Gjáin fyrir ofan Stöng í Þjórsárdal
  • Rauðibotn, Hólmsá og Hólmsárlón
  • Hólmsárfossar neðan við Mælifellssand
  • endalausidalurÁ og foss sem fellur í hvelfingu efst í Fróðárdal, vestan Draugamúla. Einstaklega fallegt er ofan fossins. Þekki ekki nöfn á þessum stöðum
  • Rauðisandur
  • Spákonufell við Skagaströnd
  • Dyrfjöll
  • Borgarfjörður eystri
  • Vatnsdalur við Heinabergsjökull í VatnajökliDSC_0243, Dyrfjöll, Dyrnar, Stóraurð, tvípan - Version 2
  • Kálfafellsdalur
  • Vestrahorn, gönguleiðin undir frá Papaósi að Horni, einnig gönguleiðin upp Kastárdal og í niður skriðurnar við Kambshorn.
  • Gönguleiðin um Endalausadal
  • Ketillaugarfjall
  • Esjufjöll
  • Grímsvötn
  • NúpsstaðaskógarKálfafellsdalur
  • Upptök Bláfjallakvíslar norðan Öldufells
  • Þjófadalir
  • Heiðmörk
Þessum stöðum er ekki raðað í neina sérstaka röð hérna, rita þá eftir því sem þeir koma upp í hugann. Það er þó staðreynd að fjöldi staða á Íslandi eru tiltölulega óþekktir og fáir leita þeirra vegna þess að þeir vita ekki af þeim.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er ekki bara ágætt að þessir staðir og margir aðrir séu ekki fullir af ferðamönnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2012 kl. 19:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alþjóðlegur hópur jarðfræðinga hefur valið Grímsvötn sem eina af sjö merkilegustu eldstöðvunum á þurrlendi jarðar. Engin önnur íslensk eldstöð er í þessum hópi og heldur ekki sum þekktustu eldfjöll jarðar svo sem Fujijama, Vesuvius eða Kilimanjaro.

Hve margir þekkja Loðmundarfjörð og fjölln Hvítserk og Skæling?

Hve margir þekkja hina fallegu fossa í Skaftá fyrir ofan bæinn Skaftárdal, sem eru allir ónefndir utan einn.

Í mati á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar eru þessir fossar ekki nefndir frekar en þeir væru ekki til, en til stendur að þurrka þá alla upp.

Hve margir hafa skoðað Brytalæki við Syðri-Fjallabaksleið?

Hve margir hafa komið í Hvalvatnsfjörð í Fjörðum?  

Hve margi hafa skoðað Axlarfoss í Hólmsá?

Ég setti í fljótheitum örfá nófn á listann, sem þú vitnar í, en hefði getað nefnt margfalt fleiri og nokkur af þeim sem þú nefnir réttilega.

Það er kannski ágætt að þessir staðir og margir aðrir séu ekki fullir af ferðamönnum, en þó skárra heldur en að þeim verði tortímt í þágu stóriðju.

Ómar Ragnarsson, 2.8.2012 kl. 22:53

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Ómar miklu skárra.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2012 kl. 00:57

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki get ég verið ósammála nafna mínum og Ómari. Á unglingsárum fannst mér eiginlega allir tala um Hvítárnes, Nýjidal, Landmannalaugar og Þórsmörk. Svo komst ég að því að landið býður upp á miklu, miklu meira. Vissulega eru það víðernin sem heilla en einnig litlu staðirnir. Brytalækir sem Ómar nefnir eru á eða við Mælifellssand og litlu sunnar eru upptök Bláfjallakvíslar. Hvort tveggja litlir staðir en stórkostlegar vinjar í svörtu eyðimerkurlandi. Og Axlarfoss er skammt frá. Ekki nenna margir að skoða hraungilið ofan við Lambaskarðshóla eða Álftavötn. Hefur einhver lagt það á sig að ganga eftir endilangri Eldgjá, t.d. frá Ófærufossi í Rauðabotn? Hversu margir hafa svo gengið upp með Djúpá? Ísland býður upp á óteljandi heillandi og töfrandi staði. Stundum þarf að ganga dálítið, fara burtu frá veginum, aðrir blasa við vegfarendum og það eina sem þeir þurfa að gera er að opna augun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.8.2012 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband