Fúll þingmaður mætir ekki til innsetningar forseta

Virðing er merkilegt hugtak sem nauðsynlegt er að allir íhugi. Hún virkar eiginlega í báðar áttir og tengist sæmd hvers manns. Til þess að samfélagið gangi snurðulaust fyrir sig er nauðsynlegt að hver og einn beri virðingu fyrir náunganum, eignum annarr, sameignum, fólki sem hefur með höndum ákveðin störf og svo framvegis.

Þetta átti nú ekki að vera neinn heimspekilegur pistill en ástæðan er brýn. Á þessum vettvangi hefur ég oft gagnrýnt ráðamenn og ýmsa aðra. Ég dreg þó enga dul á að ég ber virðingu fyrir embættum ráðherra, þingmanna og annarra og skiptir engu hver gegnir þeim. Sómi minn byggist síst af öllu á einhverjum fúkyrðum um aðra.

Í dag verður Ólafur Ragnar Grímsson settur í fimmta sinn í embætti forseta Íslands. Í sjálfu sér skiptir það engu máli hvort menn hafi kosið manninn eða ekki, hvort þeim líkar við hann eða hatast. Aðalatriðið er að hann gegnir virðulegasta embætti lýðveldisins.

Það er því allsendis ósæmilegt þingmönnum að mæta ekki til innsetningarinnar og síst af öllu er þingmanni boðlegt að segja eftirfarandi: 

Það er að mínu mati úrelt fyrirkomulag að forseti sé settur í embætti í Alþingishúsinu og lagt sé að þingmönnum að vera viðstaddir klæddir í kjól og hvítt. Hér er ekki þinglega athöfn að ræða og þingmönnum ber engin skylda til að vera við innsetningu forseta í embætti. [...]

Ólafur Ragnar Grímsson hefur nánast hótað því að afnema þingræði á Íslandi þegar honum hentar svo að gera og talað mjög fjálglega um vald forseta. Í því ljósi er það meira kaldhæðnislegt að hann skuli settur í embætti í sjálfu þinghúsinu sem hýsir elsta þjóðþing í heimi.

Honum hlýtur að vera skemmt við húrrahróp og fagnaðarlæti kjólfatakæddra þingmanna við innsetninguna í dag, honum til heiðurs.

Þar verð ég ekki. 

Þetta ritar Björn Valur Gíslason, þingmaður og formaður þingflokks VG. Svo litla virðingu ber hann fyrir lýðveldinu og ekki síður lýðræðislegri niðurstöðu forsetakjörs, sem honum var ekki að skapi, að í heift sinni ætlar hann ekki að mæta í viðhöfn sem þó er hluti af starfi hans sem þingmanns. Hann er „fúll á móti“.

Um leið ruglar þingmaðurinn saman embætti forseta Íslands og þeirri persónu sem gegnir því. Hagar sér eins og fúllynt barn sem neitar að koma inn að borða af því að það er ekki pizza og ís í matinn.

Ég held að við Íslendingar þurfum að vanda betur valið á því fólki sem gegnir því virðulega starfi sem þingmennskan er. Svo má alltaf ítreka það sem Guðni rektor sagði í gamla daga að það vantar alltaf duglega menn á sjó. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

JÚ ÞAÐ VANTAR ALLTAF DUGMIKLA MENN Á SJÓ OG TALA EKKI UM HEIÐVIRTA MENN EN ÞAÐ TEL ÉG AÐ BJÖRN VALUR SÉ EKKI SLÍKUR MAÐUR EF MANN SKILDI KALLA HANN ER HROKAGIKKUR

Jón Sveinsson, 1.8.2012 kl. 17:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú jú, það vantar alltaf DUGLEGA og HEIÐARLEGA menn á sjóinn en þar sem Björn Valur er í hvorugum hópnum hef ég ekki hugmynd um hvað er hægt að gera við hann.....................

Jóhann Elíasson, 1.8.2012 kl. 20:44

3 Smámynd: Svavar Bjarnason

Mér finnst sjálfsagt að þingmenn séu viðstaddir innsetningu forseta í embætti.

En mér finnst skrítið að margir sem formæla Birni Vali sem hæst, hafi á sínum tíma fagnað fjarveru Hæstaréttar við þingsetningu, þrátt fyrir langa hefð. Einnig fögnuðu þeir því að lögreglan neitaði að standa heiðursvörð við sama tilefni, þrátt fyrir langa hefð.

Svavar Bjarnason, 2.8.2012 kl. 12:57

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ætli einhver hafi saknað hans?

Sigríður Jósefsdóttir, 2.8.2012 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband