Forusta VG vill ekki hlusta á flokksmenn
31.7.2012 | 17:32
Eiginlega get ég ekki hugsað þá hugsun til enda hvað gerðist ef forusta Sjálfstæðisflokksins myndi hjá líða að setja almennar umræður um ályktanir á landsfundi eða í flokksráði, hvað þá í einstökum félögum flokksins. Það yrði áreiðanlega gerð bylting í þessum annars íhaldsama flokki.
Á síðasta landsfundi flokksins var eitthvað velt vöngum yfir því hvort ekki væri nægilegt að umræður færu fram í málefnanefndum en ekki þegar ályktanir eru bornar upp í almenningi. Auðvitað var fallið frá slíkri vitleysu. Menn velja sér málefnanefndir eftir áhugamálum en leyfa sér að taka opinberlega afstöðu til niðurstaðna í öðrum nefndum. Þetta þótti öllum sjálfsagt og meintur tímaskortur fyrir almennar umræður reyndist ekki fyrir hendi.
Fram til þessa hafa almennar umræður flokksráðfunda verið hinn lýðræðislegi og opni vettvangur grasrótarinnar til að tala til forystunnar. Á síðasta flokksráðsfundi var stigið skref í þessa átt þar sem sitjandi ráðherrar voru framsögumenn með langan ræðutíma í almennum umræðum en almennir flokksmenn fengu örstutt viðtalsbil til andsvara. Þá var foringjaræðið gagnrýnt en engu að síður er gengið enn lengra núna. Jafnvel það að sitja undir örstuttum ræðum almennra flokksmanna er forystu VG of erfitt.
Hversu langt ætlar forystusveit VG að hlaupa með formanni sínum?
Svo ritar Ragnar Arnalds, ritstjóri Vinstrivaktarinnar gegn ESB, um fyrirhugaðan flokksráðsfund Vinstri grænna.
Fyrir nokkrum árum voru óskaplega margir á þeirri skoðun að Vinstri grænir væru hinir heiðarlegu og óspjölluðu í íslenskum stjórnmálum. Það álit hefur nú hrunið af flokknum þegar hann er orðinn einn helsti bandamaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, styður Evrópusambandsaðildina, gleymir að rannsaka meinta aðild Íslands að innrásinni í Írak, stendur staðfastur að baki Nató í loftárásum á Líbíu og hernámi Afganistans og forystumenn flokksins eru orðnir helstu blýantsnagarar íslenska stjórnkerfisins.
Og svo vissir eru forystumenn flokksins orðnir um afstöðu eigin flokksmanna að þeir þurfa ekki einu sinni að hlusta á þá. Líklega er nú þegar búið að færa til bókar samþykktir og umræður.
Hvers konar flokkur er VG að verða? Einræðið veður uppi og enginn segir neitt ...
Nema Ragnar Arnalds. Hinir þegja og láta allt yfir sig ganga sem þeir áður börðust gegn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
En athugaðu að vegna þessarar öfugmælastefnu VG hafa þeir nú þegar misst fyrir borð þrjá ágætis þingmenn og fullt af forystufólki um land allt hefur sagt skilið við flokkinn. Fyrir utan það að samkvæmt öllum könnunum þá hafa þeir einnig misst meira en helming af kjósendum sínum frá síðustu kosningum. Eftir situr aðeins sauðtryggasta liðið, flest hnuggið og dapurt og mun mæta dræmt til þessarar upphöfnu foringja forræðisráðstefnu þar sem það veit að það hefur hvort eð er ekkert að segja um dagskrána eða niðurstöður fundarins.
Þetta fer helst að líkjast upphöfnum flokksræðisráðstefnum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna Gömlu, þar sem smalað var saman hinum "réttsýnu náðarenglum" og foringjaklíkan lét svo klappa sér lof í lófa yfir afrekum sínum með jöfnu millibili.
Ef þessi forræðisflokkur VG klofnar ekki margfallt niður í rót í næstu kosningum þá er ég illa svikinn !
Gunnlaugur I., 1.8.2012 kl. 09:15
Þeir eru nú að reyna að bera í bætiflákann með kosningafjárlögum, telja sig geta endurheimt tapað fylgi að einhverju leiti. Hins vegar verður ESB þeim til mikils trafala. Svo bætir ekki úr skák ólýðræðislegar aðferðir flokksforystu VG sem um er rætt í pistlinum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.8.2012 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.