Björn Valur, ESB, AEG og norræna velferðarstjórnin
25.7.2012 | 11:55
Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, ritar í dag um álagningu skatts og telur upp sextán atriði sem séu afleiðing aðgerða ríkisstjórnarflokkanna við tekjuöflun og jöfnun í samfélaginu. Hann gleymir að geta um sólina og sumarið sem áreiðanlega eru vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Björn gleymir auðvitað þeirri einföldu staðreynd að tíminn stendur ekki í stað og það gerir mannfólkið ekki heldur. Fólk heldur áfram eftir fyrirfram markaðri braut sinni eða breytir um stefnu. Enginn staðnæmis í vandræðum sínum og tekjuskorti. Allir reyna að afla tekna, meiri tekna en áður til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni.
Maðurinn gleymir einnig þeirri einföldu staðreynd að algerðir ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara ekki saman með jöfnuð og eitthvert réttlæti. Tilgangur ríkisstjórnarinnar og AEG var eingöngu sá að afla fjár fyrir ríkissjóð. Jöfnuður kom þar hvergi nærri.
Svo er það hitt sem merkilegast er. Björn hælist um vegna heildarafla en getur ekki um hvernig aflinn er samansettur svo gripið sé til orðalags sem hann ætti að skilja sem sjómaður. Aðalatriði máls er hvernig samsetningi t.d. á aukningu á eignum heimilanna er. Getur verið að þeir sem mestar tekjur hafa og greiða hæsta skatta hafi eignast enn meira og greiði af því skatt?
Mér leikur miklu meiri hugur á að sjá hvernig álagning tekjuskatts og útsvars skiptist á milli tekjuhópa. Ég vil gjarnan sjá hvernig nettóeignir heimilanna skiptast á milli tekjuhópa. Og hvernig skyldi skiptingin vera á nettóeign heimila milli tekjuhópa.
Mér segir svo hugur um að þrátt fyrir grobb manna eins og Björns Vals, sem þekktur er af einlægum stuðningi sínum við ESB, AEG og vill taka upp Evru, þá sé hann ekki besta heimildin um stöðuna í skattamálum né heldur um meintan jöfnuð og réttlæti í verkum þessarar norrænu velferðarstjórnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg er sammála þér um Björn Val, Sigurður. Hann heldur líklega að góða veðrið sé snilld ríkisstjórnarflokkanna. Og þó aðallega og langmest hans sjálfs. En ég held þú hafir ætlað að skrifa AGS.
Elle_, 25.7.2012 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.