Stjórnarliðar klúðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Ekki átta sig allir á því hvers vegna deilt er um dagsetningu á fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkrar greinar sem ríkisstjórnin ætlar að setja í nýja stjórnarskrá.

Í þingsályktun segir einfaldlega:

Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október 2012.

Lykilorðin eru hér „eigi síðar“. Meirihluti þingsins segir ekki að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram 20. október. Einhver annar virðist eiga að ákveða hvenær atkvæðagreiðslan eigi að fara fram. Líklega er það innanríkisráðuneytið. Það telur sig hins vegar ekki bært að taka þessa ákvörðum enda hefur það ekki löggjafarvald með höndum.

Einhverjir telja þetta vera minniháttar galli og ekki ástæða til að gera veður út af svona „smámunum“. Þeir sem eru á þessari skoðun eru líklega á því að framkvæmdavaldið geti allt eins tekið að sér hluta af löggjafarvaldinu og sinnt því með sóma. Hinir eru þó til sem halda því fram að þrískiptin ríkisvaldsins eigi hér við eins og svo oft áður og engin ástæða til annars en að hafa skilin á milli eins skýr og hægt er.

Enn einu sinni kemur í ljós að meirihluti þingsins veður áfram og gerir ótal mistök og ætlast síðan til þess að framkvæmdavaldið lagfæri þau. Þetta er ávísun á ógildingu á þjóðaratkvæðagreiðslunni, fari hún fram, og fer þá vel.

Tvisvar hefur meirihluti þingsins tapað þjóðaratkvæðagreiðslum, einu sinni var framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu dæmd ógild og fari sem horfir verður sú næsta líka ógilt. Þriðju þjóðaratkvæðagreiðslunni mun svo meirihlutinn tapa og það verða þingkosningarnar á næsta ár.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritar stutta og hnitmiðaða grein í Morgunblaðið í morgun og segir eftirfarandi, og er óhætt að taka fyllilega undir með honum (feitletranir eru mínar): 

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna kveða skýrt á um það að það sé hlutverk Alþingis að ákveða kjördag fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Það vald er ekki samkvæmt lögunum falið neinum öðrum innan stjórnkerfisins, hvorki innanríkisráðuneyti, landskjörstjórn né nokkrum öðrum aðila, sem að öðru leyti kemur að framkvæmd kosninga af þessu tagi.

Þegar lög kveða á um að Alþingi þurfi að ákveða eitthvað, þá er svo að sjálfsögðu átt við að Alþingi allt eða meirihluti þess taki slíka ákvörðun í atkvæðagreiðslu, en ekki t.d. forseti þingsins, forsætisnefnd eða skrifstofa þingsins. Ef ætlunin væri sú að fela einhverjum öðrum en Alþingi í heild ákvörðunarvald í þessum efnum þyrfti það að koma fram með skýrum hætti í lögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður hvaða máli hafa þessi stjórnvöld EKKI KLÚÐRAÐ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband