Er allt er á fallanda fæti ... eða hvað?

Sigurður Þór Guðjónsson er einn snarpasti bloggari hér á landi. Hann er oft afar lúmskur á nibus gloggi sínu, frekar fáorður nema þá aðeins hann er að fjalla um veður. Þó er eftirfarandi pistill nafna míns afar stuttur og er hann engu að síður að fjalla um verður. Held að boðskapurinn sé gagnrýni á þetta eilífa kif, að allt sé á fallanda fæti eða í ætt við það sem Cicero sagði forðum daga; O tempora o mores (þvílíkir tímar, þvílíkir siðir), og kynslóðir hafa alla tíð síðan munað.

  • Svalasti júlídagur í sögu mælinga á Englandi.
  • Kaldasta júlíbyrjun í París í 80 ár. 
  • Gífurlegar rigningar í Mið-Evrópu og stórflóð í Dóná. 
  • Fjörtíu stiga hiti á Spáni og allt að skrælna. 
  • Ofsahitar í Kansas, allt upp í 45 stig. 
  • Hundruðir farast vegna flóða í Dhamaputra á Indlandi. 
  • Já, það er ekki á veðurfarsöfgarnar logið.
- Þetta var í júlí 1954.

Ofangreint hefði alveg getað verið í fjölmiðlum dagsins og þá hefði ekki vantað fólkið sem talar áður en það skilur, skrifar áður en það hugsar, og það hefði sagt: Auðvitað er þetta allt gróðurhúsaáhrifunum að kenna.

Færri hefðu nefnt þá staðreynd að sem einnig kunni að skipta máli að umhleypingar í veðurfari hafa alla tíð átt sér stað hér á jörðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband