Logið að ESB um fylgi við aðild
6.7.2012 | 22:58
Óháð því hvar menn skipa sér í flokka hljóta flestir að undrast hegðun forystumanna Vinstri grænna. Yfirlýst stefna flokksins er að standa utan Evrópusambandsins. Engu að síður samþykkir þingflokkur VG að sækja um aðild undir því falska yfirskini að um sé að ræða könnunarviðræður en ekki aðlögunarviðræður.
Svo hart kveður að sinnaskiptum þingflokksins að foyrstumennirnir verja nú orðið aðlögunarviðræðurnar og telja það einhvern lið í því að kíkja í pakkann og réttlæta svo allt með því að þjóðin muni á endanum taka afstöðu til aðildarinnar.
Í upphafi krafðist Sjálfstæðisflokkurinn þess að leitað yrði álits þjóðarinnar áður en farið væri í viðræður við ESB. Þessu höfnuðu Vinstri grænir og Samfylkingin. Raunar hlógu ráðherrar og stjórnarliðar að þessari tillögu. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, hrópuðu þeir upp yfir sig í vandlætingu sinni. Til hvers? Það er alveg nóg að hafa eina í lokin. Þeir eru nú að bíta úr nálinni vegna þessarar afstöðu sinnar.
Eftir því sem á kjörtímabilið hefur liðið hefur komið í ljós að um var að ræða aðlögunarviðræður. VG og Samfylking eru búin að gera þjóðina að fífli fyrir það að sækja um aðild án þess að hugur fylgi máli. Ríkisstsjórnin hélt að smám saman myndi þjóðin átta sig og flykkjast um ESB aðildina. Þvert á móti hefur hún sameinast um andstöðu sína.
Vinstri grænir sitja nú í pólitísku keraldi og vilja helst fela sig fyrir þjóðinni. Málefnalegir menn eins og Ragnar Arnalds eru langþreyttir og afar ósáttir við loðin og aumingjaleg svör forystu flokksins. Sama er að segja um langflesta flokksmenn. Menn skilja ekki á hvaða vegferð forystan er. Þjóðin áttar sig ekki á Vinstri grænum.
Í sjálfu sér er allt í lagi að menn hafi ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og láti ekki stjórnast af flöktandi vindinum. En þá eiga menn að segja það. Ekki halda því fram í öðru orðinu að þeir séu á móti ESB aðild og hinu að þeir vilji halda áfram aðlögunarviðræðunum.
Staðreyndin er einfaldlega sú að Vinstri grænir geta ekki snúið til baka. Þeir eru komnir of langt. Jafnframt vita þeir að viðsnúning hefur í för með sér alvarlegar pólitískar afleiðingar fyrir þá persónulega - mjög alvarlegar, ríkissstjórnarsamstarfið mun springa og kosningar munu gera út af við þingflokkinn.
Þetta er þó bara aukaatriði. Það sem mestu skiptir er einfaldlega að stefna VG og Samfylkingarinnar hefur farið hriklalega með orðspor þjóðarinnar. Þeir hafa logið því að Evrópusambandinu að meirihluti væri fyrir aðildinni eða þá að auðveldlega megi snúa þjóðinni til fylgis. Þegar upp kemst um lygina, og það gerist fyrr en síðar, mun ESB ekki taka léttilega á því, skiptir engu hverjir verða við stjórnvölinn. Engin kemst upp með að ljúga að stórþjóð eða ríkjasambandi án þess að það hafi einhverjar afleiðingar í för með sér.
Gagnrýnir forystumenn VG harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir í Brussel ættu að lesa þennan pistil þinn. Góður! Hvernig væri að þú og aðrir góðir bloggarar drifuð í að senda pistla með sannleikanum til Brussel? Helst fyrir haustið ;)
Anna Ragnhildur, 6.7.2012 kl. 23:30
Það er rétt Siggi þennan pistil ætti að byrta í fjölmiðlum í Brussel....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 6.7.2012 kl. 23:54
Já sannarlega góður pistill. Eg er nokkuð viss um legátarnir í Brussel lesa islensk skrif um ESB bæði blog og dagblöð.Það væri ekki úr vegi að snúa þessum á ensku fyrir þá. Eða þeir geta bara googlað sig í gegnum þetta.
Það er svo sannarlega tími til kominn fyrir alla sanna íslendinga að snúast til varnar og stöðva þennan andsk..
Björn Emilsson, 7.7.2012 kl. 02:05
Sigurður. Athyglisvert sem þú segir.
Nú ætla ég að leyfa mér að gagnrýna manninn umfram málefnið, þótt það beri vitni um minn vanþroska á málefna-rökræðu-grundvellinum. Ég er gallagripur eins og svo margir aðrir.
Ragnar Arnalds ætti að segja sig úr pólitísku íslandsdeildinni, eins og svo margir aðrir, og ganga opinberlega í afbrotadeildina sem kölluð er "Sameinaða bandalagið", sem kölluð er SÞ (VG) í "fínum" afbrotaheimum veraldarinnar.
Ragnar Arnalds er eins og grár köttur í kringum heitan graut, sem hefur einungis það eina markmið, að sigla með svikaseglum þöndum milli skers og báru, í þeim eina tilgangi að svíkja sem flesta heiðarlega íslandsbúa.
Útkoman getur einungis orðið eyðileggjandi sundrung íslensks samfélags.
Ég hef einu sinni verið í sama herbergi og þessi maður, og mér leið eins og hættulegur vestrænn banka-"siðmenntaður" villirefur gengi laus í sama herbergi. Eftir situr í mínum huga, spurningin um hvað þetta baráttu-pólitíska bandalag Ragnars Arnalds snýst í raun, sem hefur skammstöfunina VG/SÞ?
Svari nú hver fyrir sig, samkvæmt sinni hjartans sannfæringu, og með heiðarlegum rökum frá sínum hjartans rótum og sannfæringu.
Ég bið fólk um að gagnrýna mig skilmerkilega og hárbeitt með réttlátum rökum, ef ég er ósanngjörn í þessum pistli, því ég þarf aðhald í minni gagnrýni eins og allir aðrir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2012 kl. 03:06
Já Sigurður ég er algjörlega sammála þér og er þetta mjög alvaraleg aðferðarfræði sem Ríkisstjórnin notar...
En það ætti ekki að vera erfitt fyrir okkur Íslensku Þjóðina að færa sönnur fyrir því að Ríkisstjórnin spilar svo til einleik í lygum sínum og svikum í þessari ESB vinnu sinni sem er gerð án stuðnings meirihluta Þjóðarinnar og það hlýtur að rata inn á borð ESB á endanum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.7.2012 kl. 08:57
Bestu þakkir fyrir innlitið. Marteinn, gamall vinur, lítur við, og kann ég honum þakkir fyrir, sem og öðrum. Gott að vita að maður sé ekki einn.
Við Önnu Sigríði vil ég segja þetta: Lestu blogg Ragnars Arnalds, Vinstri vaktina gegn ESB. Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á manninum kemur persónan fljótlega í ljós. Hann er málaefnalegur og heilsteyptur í málflutningi sínum, aldrei persónulegur né meinlegur. Ég hef kynnst honum lítillega. Fyrir mér er hann hógvær en afar fróður og gott að ræða við hann. Við hljótum að taka fagnandi öllum liðstyrk gegn ESB aðlögunarviðræðunum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.7.2012 kl. 11:09
Skyldi Ragnar Arnalds kjósa Framsókn næst :D
Björn Geir Leifsson, 7.7.2012 kl. 13:11
Anna Sigríður er að fara með rangt mál um mætan mann, sem er líka ekki lengur í pólitík. Eg er hinsvegar sammála Birni að Brusselmenn lesi væntanlega bæði ísl. blogg og blöð eða geti staulað sig í gegnum það.
Margir Íslendingar hafa líka lýst yfir bæði í erlendum miðlum og pósti lengi að það séu vissir pólitíkusar sem hafi sótt um þarna og gegn vilja þorra þjóðarinnar. Þeir ættu að vita þetta enda líka nokkrir Íslendingar í póstsambandi við Nigel Farage.
Elle_, 7.7.2012 kl. 14:04
Hvernig kemst maður í póstsamband við Nigel Farage?
Anna Ragnhildur, 7.7.2012 kl. 23:22
Anna, póstfang Nigel Farage:
FARAGE Nigel <nigel.farage@europarl.europa.eu>
Elle_, 8.7.2012 kl. 15:03
Öruggast að taka það fram að ofanvert póstfang fyrir Farage er opinbert póstfang, annars væri ég ekki að gefa það upp opinberlega.
Elle_, 8.7.2012 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.