Ögmundur skýtur á ríkisstjórnina
4.7.2012 | 16:06
En hvers vegna þessi ákafi að koma sök á Íslendinga? Getur verið að menn langi til að við förum halloka í þessu máli? Og hvað fjárhættuspilarana áhrærir, sem Fréttablaðið vísar til, þá er það staðreynd að við værum búin að greiða tugi milljarða í vextina sem Bretar og Hollendingar reyndu að þröngva upp á okkur ef þjóðin hefði ekki ákveðið að breyta um kúrs.
Þannig ritar Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, í niðurlagi pistils á heimasíðu hans. Þar gerir hann að umtalsefni undarlega forystugrein í Ólafs Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins um Icesave málið. Ólafur fullyrðir að málarekstur fyrir EFTA dómsólnum ráði einhverju endurgreiðslur og vexti Íslendinga til Breta og Hollendinga.
Þetta er auðvitað rangt eins og Ögmundur segir í pistlinum. Það var þjóðin sem felldi tvo Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu, samninga sem félagar Ögmundar í Vinstri grænum og kollegar hans í ríkisstjórninni ætluðu að þröngva upp á landsmenn. Skiptir engu þótt Ögmundur hafi verið á móti.
Í þessari ríkisstjórn, í þessum félagsskap, unir Ögmundur sér vel enda fer ráðherrastóllin vel með afturendann. Veitir nú ekki af því sparkið kemur bráðum og þá mun Ögmundur og aðrir ráðherrar endasendast út úr stjórnarráðinu enda bera þeir sameiginlega sök á klúðrinu frá síðustu kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ögmundur hefur glatað því dýrmætasta, sem er tryggðin við kjósendur og traustið. Meir er ekki um Ögmund að segja.
Hann fórnaði því dýrmætasta, sem er traust kjósenda, á taflborði svikapólitíkur síðustu áratuga, og notaði á svívirðilegan hátt heiðarlegt fólk í þeirri svikarefskák.
Ef hann heldur að honum verði fyrirgefið fyrir þau pólitísku svik, þá misskilur hann gífurlega raunveruleikann.
M.b.k.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2012 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.