Er hægt að trúa nýjum flokki með ný loforð?

Skoðanakannanir lýsa einungis stöðunni á þeim tíma sem þær eru gerðar. Sé samræmi milli þeirra og úrslita í kosningum er það tilviljun eða engin breyting hefur orðið á milli. Þetta vekur enga undrun sé á annað borð rétt unnið úr könnunum.

Tilveran er margbreytileg en sumir geta fest sig inni í eigin hugsun án nokkurrar tengingar við umhverfið eða fólk hefur geta vistast í svo þröngum hóp að þegar niðurstöður kosninga eða skoðanakannana koma í ljós þá verður það hreint forviða. Þannig er líklega með Lilju Mósesdóttur. Hún skilur ekkert því því að hún fái ekki meira fylgi, svo fullviss er hún um sitt ágæti.

Flestir eru í eðli sínu íhaldsamir ... síst af öllu er fólk fífl. Nýjir flokkar spretta fram með ótrúlega lystaukandi tilboð eða loforð. Ótrúleg loforð geta oft verið of góð til að vera sönn.

Skoðum bara Hreyfinguna sem hét Borgarahreyfingin fyrir þau slagsmál sem enduðu með því að einn þingmaðurinn hraktist úr flokknum. Fyrir kosningar voru forystumenn flokksins með mikinn fagurgala og fengu út á það fjóra menn. Þá byrjaði baktalið, síðan viðskipti við ríkisstjórnina og nú er Hreyfingin með leynilegan samning um stuðning við hana. Vildu kjósendur Borgarahreyfingarinnar allt þetta? Varla.

Að mörgu leyti er Lilja Mósesdóttir dugandi þingmaður. Hún hefur komið með nokkur góð mál inn á þingið en er hægt að treysta henni fyrir öðru en það sem varðar fjármál heimilanna? Er hún ekki bara enn einn vinstri maðurinn sem klýfur flokk til að þjóna eigin hagsmunum? Mun hún ekki kljúfa sinn eigin ef hún lendir í minnihluta?

Ég er ekkert hissa á því að stóru flokkarnir fái betri útkomu í skoðanakönnunum en þeir nýju. Fólk er bara íhaldsamt og vill sjá hvernig þeim gengur áður en þeir krossa við flokk sem kann að vera með innantóm loforð.

Sjáum bara hvernig Besti flokkurinn í Reykjavík hefur reynst. Hann er hrikalegt víti til varnaðar.


mbl.is Furðar sig á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband