Forsetaembættið er ávísun á stórkostleg vandræði

Stjórnarskráin er ekki skýr varðandi hlut forsetans í stjórnskipuninni. Staða hans er gamaldags, dregur alltof mikið dám af stöðu konungs Danmerkur í þá tíð er hann var einnig konungur Íslands. Við stofnun lýðveldisins voru menn hræddir við að taka skrefið til fulls og losa þjóðina fullkomlega við þau völd sem konungur og síðan forseti gengdu.

Forsetaembættið var hér áður fyrr afar einfalt embætti, ekkert annað en staða einvalds með þingbundinni stjórn. Á síðustu árum virðist vera að hægt sé að breyta embættinu eftir hentugleikum og vilja þess sem hefur gengt því. Forsetinn átti aldrei að skipta sér af þingstörfum og hann á ekkert erindi í þau.

Frambjóðendur til forseta ganga nú svo langt að sumir þeirra telji sig mega leggja fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta er ávísun á enn meiri vandræði. Hvað verður er ráðherra neitar að gera það eða hann gerir það en hvetur til þess að það sé fellt? Hefur þessi þjóð efni á að hafa stöðugt stríð milli þings og forseta?

Við þurfum að losa okkur við forsetaembættið og gera það skýrt að hér ríkir þingræði. Ekkert annað, hvorki forseti né ESB. Vörum okkur á að flækja ekki lýðræðið í undantekningar, það þarf ekki að vera svo flókið. Svíar hafa farið þá leið að aftengja konungsembættið að mestu við þingræðið og ríkisstjórn þó þeir hafi ekki afnumið einveldið. Við þurfum að ganga lengra og fella niður embætti sem í sjálfu sér hefur engan tilgang en veldur bókstaflega óstjórnlegum vandræðum.


mbl.is Andrea myndi leggja fram frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi merkir hugtakið þingræði það eitt að ríkisstjórn situr í trausti þings en ekki að þingið ráði öllu.

Forsetinn hefur viss völd og embættið getur myndað nauðsynlegt og lýðræðislegt mótvægi við þingmeirihlutan.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 22:51

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú bara ekki rétt hjá þér, Hans. Í þingræðinu felst vissulega að ríkisstjórnin situr í skjóli þingmeirihluta. Ríkisstjórn er hins vegar höfuð framkvæmdavalds en löggjafarvaldið getur engu að síður með einföldum meirihluta haft áhrif til breytinga á allar gerðir hennar, sett ráðherra af, breytt fjárlögum, hætt við ákveðna stefnu t.d. í utanríkismálum. Þingið hefur úrslitavaldið hvernig sem á málin er litið.

Furðulegt staðhæfing að forseti sé lýðræðislegt mótvægi við þingmeirihluta. Rétt eins og þingmeirihluti sé ekki lýðræðislegur. Það hefur gerst margoft að núverandi forseti hefur sett sig upp á móti niðurstöðum lýðræðiskjörnum meirihluta. Látum efnisatriði órædd en þetta er alls ekki ásættanlegt og leiðir einungis til mikilla vandræða.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2012 kl. 23:00

3 identicon

Það er ekkert furðulegt við lýðræðislegt mótvægi við lýðræðislega kjörna valdamenn. Valddreifing á milli stofnanna ríkisins er undirstöðuatriði í öllum lýðræðislegum kerfum, þar með talið okkar, sem staðið hafa lengur en fimm mínútur (sbr. Montesquieu og allt það).

Næst eiga talsmenn skrælingjaþingræðis líklega eftir að heimta að Hæstiréttur lúti þingmeirihlutanum!

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 23:26

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til að draga úr efa hvað sé átt við með þingræði þá er það meirihlutinn í þinginu sem ræður. Þannig getur ríkisstjórn ekki setið nema hafa meirihlutann á bak við sig. Þetta er sá skilningur sem eg hefi á þingræðinu eftir að hafa hlustað á dr.Gunnar Thoroddsen útlista stjórnskipunarrétt veturinn 1972-73.

Ákvörðun Ólafs Ragnars um að neita undirritun laga gengur þvert á skilning ákvæða stjórnarskrár um völd forseta og ábyrgðarleysi. Hann ber að hafa samráð við ríkisstjórn sem annan aðila framkvæmdavalds enda er hann ábyrgðarlaus.

Spurning hvort forseti hafi sjálfstæðan rétt að leggja mál fyrir Alþingi er vafasamt. Hann getur auðvitað óskað eftir að ráðherra eða þingmaður flyti mál sem honum er hugstætt en hann hefur engan rétt til þess sjálfur enda löggjafarvaldið formlega í höndum ráðherra.

Spyrja má hvort það hafi ekki verið fullkomið ábyrgðarleysi forseta að neita Icesavesamningunum. Var sú ákvörðun ekki aðeins pólitísk ákvörðun heldur herbragð til að koma betur ár sinni fyrir borð? Var sú ákvörðun vísbending um persónulegan ofmetnað hans?

Sitthvað styður þá söguskoðun enda var þessi ákvörðun hans byggð fremur á tilfinningarökum og tímabundnum æsingi en staðreyndum. Ólafur virðist ekki gera sér minnstu grein fyrir bankastarfsemi hvorki Landsbankans í aðdraganda hrunsins né annars staðar. Nægar innistæður eru núna í vörslum Englandsbanka að greiða Icesaveskuldbindingarnar sem mátti aldrei minnast á.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 25.6.2012 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband