Eru braskarar heppilegir til mannaforráða?
13.6.2012 | 10:21
Páll Vilhjálmsson er ötull gagnrýandi í pistlum sínum á blogginu. Hann sést stundum ekki fyrir en oft er hann afar beinskeyttur sérstaklega gegn ESB aðildinni. Í dag beinir á spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Hann segir:
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Jónumundur Guðmarsson, tók þátt í braski þar sem SpKef lánaði félagi Jónmundar ógrynni fjár án veða. Peningarnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Sparisjóðabankanum. Tapið á þessari fjármálafléttu er þrír til fjórir milljarðar króna.
Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi þegar hann ákvað að taka snúning með félögum sínum suður með sjó.
Með því að Jónmundur er núna framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins þá sendir flokkurinn þau skilaboð til samfélagsins að braskarar séu heppilegir til mannaforráða á Íslandi.
Við næstu kosningar verða flokkar og frambjóðendur spurðir um aðild sína að hruninu. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að íhuga sína stöðu vel og vandlega.
Ekki þekki ég framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins en víða sem ég legg leið mína heyri ég kvartanir um fjármál einstakra trúnaðarmanna flokksins. Svo rammt kveður að slíku að það má vel vera að Páll Vilhjálmsson hafi rétt fyrir sér í ofangreindum pistli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.