Mannorð Steingríms J og Halldórs Ásgrímssonar

Rétt eins og Halldór Ásgrímsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, átti ásamt fjölskyldu sinni hlutafé í Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði og fyrirtækjum fyrir samruna, þá átti Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og fjölskylda hans hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar.

Steingrímur ræðst að Morgunblaðinu í grein í blaðinu í morgun fyrir að hafa upplýst um eignarhald hans. Hann ákærir blaðið fyrir að sverta mannorð sitt en reynir þó ítrekað að gera lítið úr fréttaflutningi blaðsins. Hjólar í blaðið vegna þess að það, hjólaði í hann, sagði frá persónulegum staðreyndum um hann.

Grein Steingríms er upplýsandi. Hann segir í lok hennar:

Ég er stoltur af því að hafa í þessu tilviki eins og fleirum reynt að leggja mitt litla af mörkum í þágu atvinnuuppbyggingar á mínum heimaslóðum.

Ekki minnist ég þess að Steingrímur hafi nokkurn tímann komið Halldóri Ásgrímssyni til varnar vegna þess sem hann lagði til í þágu atvinnuuppbyggingar á heimaslóðum sínum. Hefur þó hatramlega verið ráðist á Halldór og alvarlegri brigsl höfð uppi en fram kemur í einföldum fréttaflutningi Morgunblaðsins sem Steingrímur kveinkar sér sárlega undan.

Samherjar Steingríms réðust með offorsi á Halldór og kölluðu hann kvótakóng og sægreifa og öll hans störf á þingi og sem ráðherra miðuðust við að styrkja kvótann í sessi. Steingrímur sat jafnan hjá og lét sér vel líka. Aldrei hélt hann því fram að verið væri að „sverta mannorð“ Halldórs Ásgrímssonar, ekki nefndi hann umræðuna „lágkúruplan“ eða sagði hana hafa „dapurlegan tilgang“.

Auðvitað veit ég minnst um eignarhald þessara tveggja manna í atvinnufyrirtækjum í heimabyggð. Finnst hins vegar ótrúlegt samræmi milli Steingríms og Halldórs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Trúi ekki að höfundur geti haft geð í sér að líkja þessum mönnum saman. Halldór, sá sem setti á kvótakerfið, viðhélt því, misstök urðu hjá honum við setningu miðlínu, þannig að Höfn var vestan megin og fékk því ekki 25% aukningu við það að kaupa kvóta vestan megin, þannig að með einu pennastriki var Höfn færð austan megin og fékk því 25% aukningu við það að kaupa kvóta vestan megin miðlínu. Um kvótakerfið hélt HÁ verndarhendi allt til loka síns stjórnmálaferils. SJS keypi ásamt mörgum öðrum hlut íHÞ, þar var megintilgangurinn að viðhalda að mér skilst atvinnu á Þórshöfn, þ.e. með frjálsum framlögum til hlutafjárkaupa, ekki til þess að fá eithvað gefins eins og í tilfelli HÁ og fjölsk.

Jónas Ómar Snorrason, 13.6.2012 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband