Lokaður eða sagður lokaður

Lokaður vegur

Er ekki dálítið mikið um að útlendir ferðamenn festi bíla sína innan eða utan lokaðra vega eða þá í ám upp á síðkastið? Sé svo má draga þá ályktun að ekki nægi að prenta einhver boð um að hinir og þessir vegir séu lokaðir og láta duga til viðbótar að setja upp keðju og skilti þar sem stendur „LOKAГ.

Oft þarf ekki annað en að aka nokkra metra utan vega framhjá þessari hindrun og halda síðan áfram ferð sinni. 

Lokaður vegur á að vera lokaður, ekki sagður lokaður. Þetta hlýtur að liggja í augum uppi.

Lokaður vegur2

Einu myndirnar sem ég á af lokuðum vegi eru meðfylgjandi. Sú fyrri var tekin á veginum norðan undir Eyjafjallajökli í maí 2010, það er inn í Þórsmörk og Goðaland, svokölluð Þórsmerkurleið. Plastborðarnir dugðu lítið, timburverkið hægra megin á myndinni fauk og hver sem er gat ekið inneftir enda vegurinn ekki ófær nema við Gígjökul og þangað fór ég. Þessi lokun var alls ekki til fyrirmyndar.

Seinni myndin er tekin aðeins innar á sama vegi. Þarna er búið að setja upp girðingu og öflugt plast og síðan keðju við skiltið. Held að hvergi hafi verið skilti með áletruninni „LOKAГ enda kannski skilaboðin flestum ljós. Ég og félagar mínir komu hins vegar akandi úr Básum eftir að hafa gengið yfir Fimmvörðuháls rétt eftir miðjan maí 2010. Löggan þurfti að koma til að opna fyrir okkur sem hún fúslega gerði. Hugsanlega var þessi lokun hafi verið skárri en sú fyrri.

Svo er það allt annað mál að með einbeittum brotavilja er allt mögulegt. 


mbl.is Ferðamenn fastir í á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Reyndar kíkti ég á síðu vegagerðarinnar, þegar ég sá fréttirnar, og hvorki vegurinn á Lónsöræfi, né um Hrafntinnusker voru lokaðir. Reyndar var vegurinn í Lónsöræfi rauður, þ.e. erfiður yfirferðar, en ekki lokaður.

Börkur Hrólfsson, 13.6.2012 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband