Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Hversu fjarri getur nærri verið
12.6.2012 | 10:40
Í frétt á visir.is segir í fyrirsögn Vélarvana bátur nærri Kvískerjum í öræfum. Og í meginmáli segir að báturinn hafi verið 40 til 50 sjómílur frá Kvískerjum.
Hafi báturinn verið nærri Kvískerjum má gera ráð fyrir að hann hafi verið á landi. Mig minnir að sjómílan sé 1,8 km og því var hann meira en 74 km frá bænum. Hafi Halfdán Björnsson litið út um gluggann hefði hann áreiðanlega ekki getað greint bátinn því síst af öllu var hann nærri.
Línan á meðfylgjandi korti Samsýnar frá Kvískerjum og út á haf mælist um 74 kílómetrar.
Svona gerist nú ef blaðamenn eru fljótfærnir, sem getur nú hent alla, en verra er ef skortur er á þekkingu. Hvort tveggja má þó laga, þó varla með lyfjagjöf.
Víða eru öræfi á Íslandi, jafnvel reginöræfi. Aðeins eitt landsvæði nefnist þó Öræfi og er nafnið því ritað með stórum staf.
PS: Breytti fyrirsögninni, held að hún sé betri svona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 1644715
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Víst má laga blaðamenn með lyfjagjöf. það vita allir að njálg má lækna með lyfjum eða bara eins og í gamla daga, með ferskum lauk! en ekki alveg sársaukalaust. Mætti halda að blaðamanna stéttin sé ekki skólagengin lengur ef mæla má eftir skrifum síðustu ára.
Eyjólfur Jónsson, 12.6.2012 kl. 12:07
Rétt undan landi eru sker kölluð Kvísker, sem bærinn heitir eftir. Sumir telja reyndar að upphaflegt nafn þeirra sé Tvísker, þar sem þau eru tvö, og nafnið hafi afbakast í gegnum tíðina......
Harpa Björnsdóttir, 12.6.2012 kl. 13:00
Þetta er rétt hjá þér, Harpa. Bestu þakkir fyrir athugsemdina. Þorsteinn hét bóndi í Tvískerjum (nú líklega Kvískerjum) á seini hluta 198. aldar, og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir. Segir frá Tvískerjadraugnum í þjóðsögum.
Líklegast hefur Landsbjörg (sem segir upphaflega frá málinu og visir.is tekur upp og breytir) átt við Tvísker. Þau eru um 10 km frá strönd. Bærinn Kvísker eru um fjóra kílómetra frá fjöru. Gagnlegra hefði verð að nefna að hinn vélarvana bátur væri 40 sjómílur suðaustur frá Öræfajökli eða jafnvel Ingólfshöfða. Miklun kunnuglegri örnefni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.6.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.