Vegið að tjáningarfrelsinu

Þetta fólk átti ekki erindi við Reykvíkinga, heldur Alþing sitt og ríkisstjórn, sem hefur aðsetur sitt á þessum útnára siðmenningarinnar, en þegar það ætlaði að bera upp erindi sitt sótti að því hópur innfæddra, með ópum, hrópum og svívirðingum. Greinilega var tilgangurinn sá, að svipta þetta aðkomufólk tjáningarfrelsi sínu, og rétti þess til að kynna Alþingi á málefnalegan hátt mótmæli sín. 
 
Austurvöllur
Reykvíkingurinn Kristján Hall skrifar ofangreint í grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann ræðir um fund sem haldinn var síðasta fimmtudag á Austurvelli og var á vegum LÍU og fleiri aðila. 
 
Við þessi orð Kristjáns þarf ekkert að bæta annað en að flestum ofbauð ruddamennska um 100 manna sem réðust inn á 1500 til 2000 manna fund og reyndi með ósvífnum hætti að takmarka málfrelsi ræðumanna og fundarmanna. Þessu liði tókst með hávaða og látum að skemma fund enda er það takmarkið að ein skoðun ríki, skoðun ríkisstjórnarinnar.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin á Austurvelli. Obeldisfólkið með skiltin reyndi hvað það gat til að komast að ræðupallinum til þess að meina öðrum að geta fylgst með.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

"enda er það takmarkið að ein skoðun ríki, skoðun ríkisstjórnarinnar."

Þetta er skoðun þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn var meðal annars kosin út á það að breyta þessu kerfi og við það ætlar hún að standa.

Er það svona mikil frekja í þjóðinni að vilja fá meiri hlut af arði sameiginlegrar auðlindar.

Útvegsmenn verða áfram ríkir. Það breytist ekkert. En hluti arðsins samkvæmt þessum breytingum fer í ríkissjóð, sem getur þá notað fjármunina í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu osfrv.

Er það ekki bara ágætt?

Það má vel vera að eitthvað í þessu frumvarpi má betur fara. Vonandi verður hægt að komast að niðurstöðu þar sem allir geta vel við unað.

kv.

ThoR-E, 11.6.2012 kl. 13:59

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Elski kallinn minn.

Einstaklega villandi að halda því fram að þjóðin sé á einu máli, það er hún ekki. Sjómenn, fiskvinnslufólk, sveitarstjórnarmenn og fleiri og fleiri sem hagsmuni hafa af þessu eru á móti og til viðbótar tugþúsundir annarra. Er ekki í lagi að taka tillit til sjónarmiða sem ræðumenn á þessum útifundi fluttu?

Hverjir eru annars útgerðarmenn? Eru það þeir sem eiga hlut í útgerðafélögum? Eru það þeir sem gera út eigin bát? Eru það þeir sem gera út bát og ráða einn eða tvo með sér?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.6.2012 kl. 14:05

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi hryðjuverka hópur Steingríms og Álfheiðar sem lagði sig svo mjög fram um að hindra að fólk sem komið var utan af landi til að segja stjórnvöldum álit sitt og hlusta á svör þeirra, er sama óværan og hindraði alla skinsemi fyrir um fjórum árum.  Þetta er sami hryðjuverkahópurinn og barði dollur, öskraði, braut rúður  og kastaði skít og grjóti í lögregluna. 

Auðvit varð fólk undrandi og ráðvillt þegar fjármála kerfi vesturlanda hrundi.  Og ekki var betra að í ljós kom að Íslensku bankarnir og öll starfsemi þeirra var bara plat, þar voru þjófar að verki.  En þeir þjófar voru ekki á vegum Sjálfstæðisflokksins hvað sem hryðjuverka liðið segir og það er ekkert sem bendir til að bankaþjófarnir hafi verið á vegum annarra stjórnmálaflokka. 

Við óvæntum áföllum eru bara tvær aðferðir og er önnur sú að bregðast strax við og ryðja óværunni úr vegi, og svo hin að ef tími og næði er til þá er gott að hugsa ráð sitt, og skipuleggja  undanhald, fyrirstöðu og eða sókn.  En næðið var ekkert vegna óværu Steingríms og Álfheiðar svo að vitræn hugsun hefur ekki verið til innan Íslenskrar ríkisstjórnar síðan Geir var hrakin frá.  Hinsvegar þá er ljóst að sú ríkisstjórn hefði ekki getað starfað lengi með Ingibjörgu Sólrúnu innanborðs.

Þar er nefnilega neðanjarða kerling  sem sést best á vinnubrögðum hennar varðandi viðskiptaráðherrann hennar,  og svo átti að kenna Geir um það.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.6.2012 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband