Mörður er enn fúll á móti
8.6.2012 | 11:46
Hvað skyldi hafa þurft að gerast til að útifundurinn í gær skuli hafa heppnast, að mati Marðar Árnasonar, hins glaðlega þingmanns Samfylkingarinnar.
Var fjöldinn ekki nægur? Voru ræðurnar ekki nógu góðar? Var ályktunin ekki nógu góð? Var aðsúgur andstæðinga lýðræðisins of mikill? Var veðrið ekki nógur gott?
Allt tal um að útifundurinn hafi misheppnast er tómt svartagallsraus úr höfði þessa þingmanns. Tugir skipa sigldu til Reykjavíkur, sjómenn og útgerðamenn flykktust á fundinn. Sjómenn, fiskvinnslufólk, útgerðarmenn, sveitarstjórnarmenn fluttu ræður.
Skilaboðin ættu að komast í gegn sem eru mótmæli gegn veiðileyfagjaldinu. Mörður Árnason neitar að hafa skilið boðskapinn, það kemur ekki á óvart. Hann hefur þráast lengi við gegn þjóðinni og út af fyrir sig er ekkert við því að segja. Hann er í góðum hópi samherja sem sjá ekkert annað en eigið ágæti, getur ekki unnið með öðrum og lýðræðið er bara fyrir fáa útvalda. Nefna má afstöðu Marðar og félaga hans til ESB, Icesave, byggðamála, skattheimtu og núna veiðigjaldsins. Mörður er fúll á móti í þessu eins og öðrum málum.
Segir fund LÍÚ misheppnaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er gott að Mörður er einn af þessum vel heppnuðu einstaklingum sem getur skapað afskaplega vel heppnaða fundi þegar margir slíkir koma saman.
Kristinn Pétursson, 8.6.2012 kl. 12:00
Árið 2010 högnuðust útgerðirnar um 45 milljarða, já 45000 milljónir! Af þessu greiddi útgerðin um 3,3 milljarða í skatta og veiðileyfagjöld. Restin 41,7 milljarðar FÓRU BEINT Í VASA KVÓTAEIGENDA EÐA TIL UM 70 FJÖLSKYLDNA Í LANDINU. Þarna hagnaðist hver þessara fjölskyldna um rúmar 500 milljónir að meðaltali, EFTIR SKATTA!!!
Þessi kerfi vill sjálfstæðisflokkurinn viðhalda og mann hreinlega setur hljóðan að menn skuli verja þetta.
Óskar, 8.6.2012 kl. 12:39
Óskar gleymir að nefna afborganir lána en það er töluvert um slíkt hjá útgerðum... Verður eitthvað minna en 41,7 milljarðar þegar búið er að borga allar afborganir lána og vexti, verðbætur og hvað þetta nú heitir allt saman. Það kostar að reka fyrirtæki og þarf til þess rafmagn starfsfólk í landi, sem tekur laun fyrir vinnuna. Margar útgerðir eru nefnilega líka með landvinslu ásamt tilheyrandi kostnaði þar líka.
Menn virðast gleyma því að það er meira til að borga en skattar og veiðileyfagjöld. Olíukostnaður er ekki lítill sem dæmi.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.6.2012 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.