Lýður sem reynir að hindra málfrelsi annarra
7.6.2012 | 17:48
Innan við eitt hundrað manns reyndu að eyðileggja fund útvegsmanna, sjómanna og fiskvinnslufólks. Það tókst ekki. Hins vegar var fundurinn illa skipulagður og varð alls ekki sá peppfundur sem hann átti að vera.
Það er hins vegar athyglisvert að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar skyldu reyna að hleypa fundinum upp. Þeir komu þarna með ofbeldi, reyndu að þakka niðr'í ræðumönnum með bauli, hávaða og jafnvel voru þrjár reyksprengjur sprengdar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Þannig er málflutningur lýðs sem vill ekki að aðrir fái að nýta málfrelsi sitt. Þeim finnst sjálfsagt að fá frelsi til eigin mótmæla en aðrir mega ekki mótmæla á sínum eigin forsendum.
Hluti af þessu fólki er lýðurinn sem barði á lögreglunni í búsáhaldabyltingunni, kveikti í jólatré og bekkjum og grýtti Alþingishúsið.
Í hverju þjóðfélagi er örfáir sem eru jafnvel tilbúnir til að vaða í þá sem hafa andstæðar skoðanir og jafnvel berja á þeim. Þetta sjáum við gerast í óeirðaseggjum sem fylgja fótboltaliðum í Englandi, nasistaflokkum víða í Evrópu og fasisma sem ber með sér feigð sem Anders Brevik predikar.
Um 1.500 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Athugasemdir
Ég fylgdist með beinni útsendingu og hlustaði á ræðurnar. Það var greinilegt að hávaðinn yfirgnæfði og truflaði ræðumenn sem voru þó málefnalegir.
Einu mistökin af hálfu fundarboðenda voru að kippa ekki strax karlinum í grænu skyrtunni upp á svið og leyfa honum að tjá sig. :)
Kolbrún Hilmars, 7.6.2012 kl. 18:08
Ofbeldið var að hálfu LÍÚ-manna. Ég reyndi það á eigin skinni, þar sem tvisvar var ráðist á mig, auk þess sem ég sá fleiri slík dæmi í kring um mig. Ef það var einhver lýður með ofbeldi, þá var það LÍÚ-lýðurinn.
Sveinn R. Pálsson, 7.6.2012 kl. 18:22
Var þarna líka. Ekki sá ég nein áflog, fór samt víða um völlinn. Af hveru var ráðist á þig?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.6.2012 kl. 18:25
Þeim líkaði ekki þegar ég kallaði "niður með LÍÚ".
Sveinn R. Pálsson, 7.6.2012 kl. 18:40
@Sveinn
Ef það var ráðist á þig þá hlýtur þú að fara rétta leið með það og kæra til lögreglu.
Sjálfur varð ég ekki var við neinar stympingar eða ofbeldi. Það sem kemst næst því var þegar Stefán Eiríksson fór enn einu sinni að belgja sig upp að tveir fyrir framan hann snéru sér að honum og sögðu honum að róa sig og leyfa þeim á sviðinu að tala, sem hann svaraði með því að reisa hnefana og bjóða þeim að koma í sig.
Halldór Ingvi Emilsson, 7.6.2012 kl. 19:03
Smá ábendingar:
Burtséð frá meintum 100 sem hér er haldið fram að hafi reynt að hleypa fundi upp gaf vallartalning fjölmiðils þá nálgun að 1500-2000 manns væru á fundinum og um þriðjungur að mótmæla framferði sægreifanna. Rétt er að skýra það strax að með því er ekki átt við sjómenn eða landvinnslufólk heldur kvótagreifana og ríkisbubbana.
Með því var ekki reynt að eyðileggja neitt, frekar en hinn fundurinn var að eyðileggja önnur en dálítið fámennari mótmæli með hljóðmögnun ræðuhalda og háværum tónlistatriðum. Báðir hópar mættu einfaldlega á Austurvöll á sama tíma til þess að nota stjórnarskrárvarið tjáningar- og fundafrelsi sem náði jafnt yfir alla sem á vellinum stóðu í dag. Ef sjómenn hefðu sjálfir komið til fundar af eigin frumkvæði og án afskipta útvegsmanna hefði þetta snúið öðruvísi við flestum sem þarna voru að "andmæla" tilbúnaðinum.
Það sem flestir sem ekki komu siglandi til fundar voru að mótmæla, var ekki lífsviðurværi sjómanna eins og margir þeirra virðast hafa misskilið, heldur hvernig til fundarins var stofnað og hvernig útvegsmenn hafa kostað miklu til einhliða áróðursherferðar gegn veiðigjaldi á meðan úr hinni hendinni aftan við bak ætla stjórnvöld að veita þeim 20 ára nýtingarrétt sem hafa þegar spilað rassinn úr buxunum með ólöglegri veðsetningu fiskveiðiheimilda. Útgerðarmenn geta ekki skorast undanþví að axla byrðar hrunsins til jafns við aðra, ekki síst þar sem sumir þeirra hafa verið stórir þáttakendur í fjármálabraski sem sumt hefur endað í tugmilljarða afskriftum.
(En auðvitað ekki króna af því í Bolungarvík segir Stím maðurinn.)
Ég vil einfaldlega fá mína fiskveiðiheimild (hlutdeild í sameign þjóðarinnar) senda heim til mín (helst með ábyrgðarpósti) og svo skal ég bara sjá um að ráðstafa henni sjálfur takk. Og hlutabréfin mín í Landsbankanum, Arion, Íslandsbanka, Seðlabankanum, Íbúðalánasjóði, Landsvirkjun og lífeyrissjóðnum mínum í leiðinni, þá væri málið líka dautt og hægt að leggja niður fullt af stofnunum og spara helling, gott ef ekki 1-2 ráðherra jafnvel Steingrím sjálfan!
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2012 kl. 01:36
Sveinn Pálsson, þú kemur sem sagt á fund annarra til að eyðileggja hann, trufla annarra mótmæli. En eins og Halldór segir, hafi verið á þig ráðist þá kærir þú.+
Guðmundur, misskilningur þinn er mikill. Þarna var bara einn fundur. Inn á hann réðust aðrir og reyndu að trufla og efna til áfloga. Þarna var enginn þriðjungur sem var á öðrum fundi, aðeins 100 sálir.Út á það gengur pistillinn. Hitti þarna fjölda fólks og fullyrði að engum þeirra var þröngað til að mæta á fundinn. Út af fyrir sig get ég svo verið sammála sjónarmiðum þínum (Og Péturs Blöndal) um hlutdeildina í kvótanum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.6.2012 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.