Er Einar Örn bara stundum borgarfulltrúi?

 Ég er í vinnunni frá 9 til 5 og þegar ég kem heim þá er ég ekki kjörinn fulltrúi,“ sagði Einar Örn Benediktsson, kjörinn borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ummælin lét hann falla eftir að hafa þegið ferð í boði WOW air.

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og á þingi eru í sérstakri stöðu. Þess vegna þarf siðareglur og eftir þeim þarf að fara. Túlkun á reglunum er ekki undir hverjum og einum komið heldur þurfa allir að vera sammála þeim. Að öðrum kosti eru þar marklausar og engin ástæða til að eyða bleki, pappír og tíma í þær.

Í ofangreindri frétt Morgunblaðsins lætur borgarfulltrúi Besta flokksins eins og að hann geti ýtt á takka og sé ekki lengur borgarfulltrúi heldur eitthvað allt annað. Þetta er ekki svona auðvelt og til þess eru siðareglur að fara eftir þeim eins og Hann Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bendir réttilega á í viðtalið við Morgunblaðið.

En svona er þetta með suma, siðareglurnar eru aðeins fyrir aðra og væntanlega þá sem hafa þennan hnapp sem hjálpar til að svissa persónuna frá borgarfulltrúa og yfir í annað að vild. Hanna Birna er ekki á þessari skoðun og segir í viðtalinu við Moggann:

Siðareglur borgarinnar, bæði fyrir borgarfulltrúa og starfsmenn borgarinnar, eru mjög skýrar hvað þetta varðar. Þær kveða einfaldlega á um að slík fríðindi megi ekki þiggja. Þessar siðareglur höfum við samþykkt án þess að greina með nokkrum hætti á milli athafna okkar sem borgarfulltrúa og einstaklinga. Sé það skilningur meirihlutans að við getum sjálf ákveðið með einhverjum hætti hvenær við látum á reglurnar reyna sem einstaklingar þá þarf augljóslega að endurskoða gildandi siðareglur eða þá að einstaka borgarfulltrúar verði að segja sig frá þeim,“ segir borgarfulltrúinn.

Þetta er viturlega mælt og ólíkt því sem sá maður segir er telst vera borgarstjórinn í Reykjavík. Hann slær úr og í, veit ekkert, skilur ekkert og einna helst að hann vilji hlífa samflokksmanni sínum og vini. Skortir líklega skilning og þekkingu á þessum málum eins og flestum öðrum er tengjast Reykjavíkurborg.

Sko, Einar Örn hefur gefið skýringar á þessu og ég hef ekkert við þær að bæta, segir Jón Kristinsson og lítur flóttalega til beggja handa rétt eins og hann sé að leita að útgönguleið úr þessum handritslausa farsa.


mbl.is Túlkun á siðareglum fráleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband