Skítlegt eðli

Sá leikur er ljótur að setja fram órökstuddar ásakanir. Það er gert til að eyðileggja málefnalegar umræður, fá gott fólk til að hætta að rökræða og neyða þá til varna vegna fáránlegra ásakana. Tilgangurinn helgar meðalið. Skemmdarverkið hefur náð tilgangi sínum.

Svo geta menn bara komið og beðið glottandi afsökunar. „Let the bastards deny it,“ á Nixon forseti Bandaríkjanna að hafa sagt einhvern tímann.

„Ertu hættur að berja konuna þína?“ er önnur álíka tæknileg spurning sem enginn getur svarað nema missa æruna.

Þannig er nú staða mála að sumir geta hreinlega ekki unnið með öðrum. Hið skítlega eðli, sem ofangreind ummæli bera vott um, er svo yfirgnæfandi.


mbl.is Björn Valur baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Skítlegt eðli ?

Hélt að aðeins einn maður hefði einkarétt á því sæmdarheiti.

hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband