Litlu og meðalstóru fyrirtækin eru vanrækt

Ég mæli með því að fólk lesi grein Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birt er í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni „Sjálfstæði atvinnurekandinn settur út í horn“.

Óli Björn er óþreytandi baráttumaður fyrir grunngildum sjálfstæðisstefnunnar eins og grein hans ber glögglega vitn um. Við vitum að það gengur ekki lengur að stjórnvöld og fjármálastofnanir snúi baki við litla atvinnurekandanum og sinni frekar stóru fyrirtækjunum. 

Reglan er fremur einföld: Skuldsett stór fyrirtæki sem uxu hratt fyrir hrun, ekki síst í krafti þess að hafa nær óheftan aðgang að lánsfé, skulu sett í gjörgæslu, þeim stungið í súrefnisvélar banka og lífeyrissjóða, skuldir afskrifaðar og þeim gert kleift að halda rekstri áfram. Eigendur annarra fyrirtækja sitja eftir með sárt ennið. Þeir eiga annaðhvort ekki nægilega stór fyrirtæki eða gerðu þau mistök að safna ekki skuldum á góðæristímanum í viðleitni sinni til vaxtar þar sem arðsemi réð för.

Hversu oft hefur maður ekki hitt eigendur slíkra fyrirtækja sem kvarta undan því að þeim sé nánast gert ókleyft að starfa vegna óheyrilegra krafna fjármálastofnuna um tryggingar.

Í lok greinar sinnar segir Óli Björn:

 Nú þegar innan við eitt ár er í alþingiskosningar verður Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp hanskann fyrir atvinnulífið - ekki fyrir stóru öflugu fyrirtækin - heldur fyrir þau litlu og meðalstóru. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að ná árangri í komandi kosningum og fá umboð til að leiða næstu ríkisstjórn, verður flokkurinn að endurnýja trúnaðarsambandið við þá sem eiga það sameiginlegt að veita þúsundum atvinnu með því að leggja allt sitt undir og hafa rekið fyrirtæki sín af skynsemi. Allt annað gengur gegn hugsjónum Sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is Óli Björn Kárason: Sjálfstæði atvinnurekandinn settur út í horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband