Ríkisstjórnarmeirihlutinn baktalar Ólaf Ragnar

Ríkisstjórnarmeirihlutinn á illa stund þessa dagana. Ekki fyrir það að tími hennar hafi einhvern tímann verið góður, nema rétt eftir stjórnarmyndun. Ástæðan er einfaldlega sú að Samfylkingin og vinstri grænir hafa svikið hvert einasta kosningaloforð sem flokkarnir hafa gefið og í þokkabót fengið svo til alla þjóðina upp á móti sér.

Og nú flækjast forsetakosningarnar fyrir ríkisstjórnarmeirihlutanum og þingmenn geta vart á sér heilum tekið vegna þeirra. „Mægod“, hrópa þeir hver upp í annan. „Þurfum við að sitja uppi með hann Ólaf Ragnar í fjögur ár til viðbótar?“

Þessu liði til líknar skal á það bent að verði Ólafur Ragnar endurkjörinn munu vinstri flokkarnir aðeins þurfa að þola hann í tæpt ár til viðbótar. Þá mun þjóðin sparka ríkisstjórninni út í ystu myrkur, hún á ekki nokkurn séns á að verða endurkjörin.

Sérlegur sendimaður Steingríms J. Sigfússonar, allsherjarmálaráðherra, heitir Björn Valur Gíslason, og er formaður þingflokks vinstri grænna. Sagt er að þegar Steingrímur fái kvef, snýti Björn þessi sér. Þurfi sá fyrrnefndi að tala illa um einhvern tekur sá síðarnenfdi það að sér.

Björn skrifar í dag á bloggið sitt lærða grein um og í henni segir meðal annars. 

Þegar Ólafur Rangar hefur lokið næsta kjörtímabili sínu sem forseti þjóðarinnar verður hann kominn í hóp þeirra forseta sem setið hafa hvað lengst í embætti um veröld víða. Sem stendur er hann í 21. sæti þaulsetinna forseta, næst á undan forsetanum í Kongó og næstur á eftir kollega sínum í Gambíu. Eftir næsta tímabil verður Ólafur Ragnar líklega kominn ofar á listann, þó auðvitað megi búast við því að fleiri forsetar á hans róli vilji bæta einhverjum forseta árum í starfsferliskránna. Þá verður Ólafur Ragnar búinn að sitja jafn lengi og forsetar Eþíópíu, Erítreu og Tajikistan en aðeins skemur en forsetarnir í Chad, Súdan, Kazakhstan og Uzbekistan hafa setið í dag. 

Takið eftir orðalaginu sem ég hef feitleitrað. Í stað þess að segja það hreint út hversu fúll Björn er út í Ólaf Ragnar reynir hann að gæta sín, þó erfitt sé, en lætur þó berlega í ljósi liggja að forsetinn sé bölvaður ekkisens skíthæll. Þaulsetinn, kollegar, hans róli ...

Já, þetta og annað bendir til að ríkisstjórnarmeirihlutanum líði ekki vel þessa dagana. Vont finnst þeim að enginn tekur lengur mark á loftorðaglamrinu þeirra. Verst finnst þeim þó að eftir því sem þeir baktala Ólaf Ragnar meira því betur gengur honum í skoðanakönnunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband