Alltaf að aka á hægri akrein ...

Umferð bíla á höfuðborgarsvæðinu er ekki ein greið og hún gæti verið. Veldur þar mestu hugsunarleysi og þekkingarleysi nær helmings ökumanna. 

Setjum sem svo að ökumaður ætli að aka á Miklubraut og upp í Háaleitishverfi. Ég held, svei mér þá, að meirihluti ökumanna muni aka á vinstri akrein alla leið vegna þess að einhvern tímann ætlar hann að beygja til vinstri á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar.

Ætli einhver að fara úr miðbæ Reykjavíkur og í miðbæ Hafnarfjarðar, eða öfugt, mun hann ábyggilega velja vinstri akrein af því að hann ætlar einhvern tímann að beygja til vinstri.

Þetta er auðvitað klikkun nema fyrir þá sem hugsa ekki og hafa enga tilfinningu fyrir umhverfinu. á móti kemur að þessu fólki finnst dálítið þægilegt að hafa einhvern eitthvað vinstra megin við sig, sem það getur séð, svo ekki sé nú verið að aka utan vegarins. Þetta fólk á auðvitað að fá sér bíl með stýrinu hægra megin.

Það eru eiginlega bara tvær grundvallarreglur til að fara eftir.

 

  1. Aka skal alltaf á hægri akrein nema þegar tekið er framúr
  2. Aldrei skal ekið á vinstri akrein nema þegar tekið er framúr eða ætlunin sé að beygja til vinstri á næstu tvö til þrjú hundruð metrunum. 

 

Sé farið eftir þessum reglum, að minnsta kosti í flestum tilvikum, mun umferðin verða miklu greiðari og minni líkur á töfum.

Hins vegar hef ég þann grun að ökukennarar séu hættir að leggja áherslu á hægri akgreinina vegna þess að sívaxandi fjöldi ungra ökumanna heldur sig á þeirri vinstri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband