Bifreiðasmiðurinn sem ríkisstjórnin hræðist
22.5.2012 | 09:50
Svar óskast innan 10 daga. Ef mér berst ekki svar lít ég svo á málið að svörin séu öll neikvæð.
Í snöfurmannlegri grein í Morgunblaðinu í morgun gengur Halldór Sigurþórsson, bifreiðasmiður, hart að alþingismönnum fyrir að hafa vanrækt að taka á skuldamálum heimilanna eftir hrun.
Halldór virðist hafa sent yfirlýsingu til allra alþingismanna og ætlast til að þeir undirriti hana og beri þannig ábyrgð á að afgreiða skuldamál heimilanna á ásættanlegan máta.
Eflaust munu fáir undirrita yfirlýsinguna og allir bera fyrir sig einhvað sem í henni stendur, of eða van. Gott og vel. Hinu skulu alþingismenn átta sig á, að hér er almennur borgari sem vill fá úrlausn mála. Ríkisstjórnin og löggjafarvaldið hefur vanrækt þetta verkefni í þrjú ár því allt sem gert hefur verið hefur reynst vera ófullnægjandi.
Þingið virðist ekki hafa gert sér neina grein fyrir því áfalli sem einstaklingur eða hjón hafa orðið fyrir er allt eigið fé þeirra í íbúð hvarf við hrunið. Á skuldheimtuseðli er afborgun óbreytt en vextir og verðbætur hafa hækkað gríðarlega og lánsstaðan sömuleiðis. Ríkisstjórnin hefur reynt að þegja málið í hel og reynt að breyta umræðugrundvellinum svo hún þurfi ekki að svara til saka.
Ekki þekki ég Halldór Sigurþórsson, bifreiðasmið, en hann er ekki einn. Slíkir eru í tugþúsundatali, hinn þögli meirihluti þjóðarinnar sem lemur ekki potta og pönnur fyrir utan Alþingishúsið, skrifar ekki blogg né óhróður í athugasemdadálka frétta heldur ber harm sinn í hljóði og greiðir atkvæði með blýanti við kosningar. Það er þetta fólk sem ríkisstjórnin óttast og þess vegna reynir hún að þegja um forsendubrest íbúðalána og samstöðu með fjármálastofnunum.
Halldór skrifar í grein sinni eftirfarandi, en í því kristallast eiginlega sú undirliggjandi spurning hvort alþingismaðurinn sé eiginleg með meðvitund og hafa einhvern skilning á samfélaginu.
Hér eru nokkrar spurningar sem ég óska eftir svari við:
- Vilt þú virða Stjórnarskrá Íslands, Mannréttindasáttmála Evrópu, Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðra alþjóðasamninga um mannréttindi og neytendavernd sem Alþingi hefur samþykkt?
- Vilt þú virða Jónsbók frá 1281, tilskipun um áritun skuldabréfa frá 1798, tilskipun EU 93/13 frá 1. janúar 1994, lög um neytendalán 121 frá 1994 og öll þau lög sem fela í sér neytendavernd sem borgarar landsins eiga skilið samkvæmt lögum?
- Vilt þú lagfæra öll þau lög í landinu sem brjóta á stjórnarskrá Íslands og brjóta mannréttindi á borgurum landsins?
- Vilt þú vegna eftirlitsskyldu þinnar sjá til að framkvæmdavaldið á Íslandi virði lög landsins og hætti ólöglegum aðgerðum gegn íbúum Íslands?
Svar óskast innan 10 daga. Ef mér berst ekki svar lít ég svo á málið að svörin séu öll neikvæð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður þú bloggar mikið um að ríkisstjórnin geri ekkert í skuldamálum heimilanna. Alveg frá kosningum hef ég ekki séð eina einust, EKKI EINA EINUSTU tillögu frá sjálfstæðisflokknum um hvernig eigi að taka á skuldamálum heimilanna! - þar sem þú ert sjálfstæðismaður hlýtur maður að spyrja, hvað vilt þú gera og hvernig á að fjármagna það.
Óskar, 22.5.2012 kl. 11:14
Sæll Sigurður; og aðrir gestir, þínir !
Þakkarverð er; birting tilvísana þinna, úr bréfi Halldórs bifreiðasmiðs, Sigurður.
Nafni minn; (Haraldsson) !
Burt séð; frá dáðleysi og aumingjaskap, hinna óforbetranlegu stjórnmála flokka hérlendra, get ég alveg bent þér á nafni, að fjármunina til ALLRA leiðréttinga mála, Á AÐ SÆKJA TIL BANKA MAFÍUNNAR; svo og Lífeyrissjóða þjófa bælanna, ágæti drengur.
Í lúkur þeirra; sem mergsogið hafa Íslendinga, áratugunum saman !
Er þessi lausn; eitthvað torskilin, fyrir þér, nafni minn ?
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi - sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 12:38
Ég lýsi enn eftir tillögum sjálfstæðisflokksins í skuldamálum heimilanna.
Óskar, 22.5.2012 kl. 16:33
Bið þig að afsaka seinlætið, hef ekki verið í tölvusambandi efir hádegi í dag. Hins vegar hefði verið einfalt mál að afla þér upplýsinga á xd.is.
Á síðasta landsfundi flokksins var eftirfarandi stefna mótuð og telst nú opinber stefna flokksins. Og það sem meira er, ég sat í þessari nefnd og átti þátt í að móta hana, sjá http://www.xd.is/media/xd/landsfundur-2011/alyktanir/Fjarmal-heimila-samthykkt-pdf.pdf.
Þar stendur meðal annars:
Úrvinnsla skulda heimilanna eftir hrun
Sjálfstæðisflokkurinn vill endurskoða lög nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin setti í kjölfar ólöglegu gengislánanna. Lagasetningin hefur aukið á óvissu, kallað á málaferli og skaðað stöðu lánþega.
Sjálfstæðisflokkurinn vill að dómsmálum er varða lánasamninga verði hraðað eins og kostur er. Sjálfstæðisflokkurinn vill að lánþegum verði veitt skjól gegn vörslusviptingum á meðan dómsmál um lánasamninga eru ekki til lykta leidd. Óþolandi er að gengið sé að eigum fólks meðan að jafn mikil lagaleg óvissa er uppi og raun ber vitni.
Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána. Þessi aðgerð og önnur endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags.
Aðgerðir til lausnar skulda einstaklinga eiga að vera almennar en ekki það sértækar að leiði til mismununar borgaranna og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að upplýsa um efni samninga sem ríkisstjórnin gerði við yfirfærslu á eignum á milli gömlu og nýju bankanna. Án þeirra upplýsinga er erfitt að fjalla um skuldamál heimilanna með málefnalegum hætti.
Sjálfstæðisflokkurinn vill auka möguleika skuldara til þess að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum án þess að til gjaldþrots komi, m.a. með því að heimilt verði að afsala fasteign til lánveitanda svo forðast megi gjaldþrot. Úrræðið gildi tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá er nauðsynlegt að löggjöfin torveldi ekki þeim sem verða gjaldþrota að hefja aftur eignamyndun. Tryggja þarf að afskrifaðar skuldir einstaklinga myndi ekki stofn til álagningar tekjuskatts.
Síðan mánefna lyklafrumvarp varaformanns flokksins sem bíður afgreiðslu á Alþingi. Eflaust má tiltaka fleira en é man á þessu augnabliki
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2012 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.