Ríkisstjórnin lítur á Vestfirðinga sem annars flokks borgara

 

  • Hjúkrunarheimili er einn af þeim grundvöllum sem byggðir landsins standa á og ágætt að samstarf sé á milli þeirra.  Þarf nokkuð að ræða það frekar?
  • Þurfa ekki allar byggðir landsins rafmang, hvort heldur er í Reykjavík eða á Reykhólum? Þarf eitthvað að ræða það frekar?
  • Hingað til hefur verið samstaða um jöfnun húshitunarkostnaðar. Er einhver ástæða til að ræða það frekar?
  • Ofanflóðavaranir eru öryggismál. Þarf eitthvað að ræða það frekar?
  • Vegaframkvæmdir eru líka grundvöllur sem byggðir landsins standa á. Þarf eitthvað að ræða það frekar?
  • Sjálfsagt er að ungmenni geti sótt framhaldsskóla sem næst sinni heimabyggð? Þarf eitthvað að ræða það frekar?
  • Atvinna skiptir öllu máli fyrir einstakling, fyrirtæki og þjóðfélag, atvinnuleysi er böl. Þarf eitthvað að ræða það frekar?

 

Ofangreint er tekið úr verkefnalista ríkisstjórnarinnar fyrir Vestfirði sem hún samþykkti á fundi sínum á Ísafirði 5. apríl 2011. Sjá fréttaskýringu í Morgunblaðinu á blaðsíðu 12 í dag.

Af örlæti sínu þóttist ríkisstjórnin fyrir ári vera að gefa Vestfirðingum það sem fólk á sumvesturhorni landins og miklu víðar telur sjálfsagða þjónustu og ræðir það ekkert frekar.

Þegar röðin er komin að Vestfirðingum segir ríkisstjórnin: Þar sem örlæti okkar er svo mikið í dag þá skulu ungmenni á Patreksfirði fá að stunda framhaldsskóla í heimabyggð sinni. Eldri borgarar á Reykhólum skulu fá að rétta þjónustu á hjúkrunarheimili. Og vegna þess að við erum í góðu skapi skulu snjóflóðavarnir efldar.

Verkefnalistinn var einungis yfirborðsmennska og skipti sáralitlu í byggðaþróun á Vestfjörðum.

Hið eina sem dugar er aðfjölga atvinnutækifærum á Vestfjörðum. Ekkert annað! Það sem gert er í atvinnumálum skilar sér margfalt í öðrum verkefnum.

Sú hugsun læðist að manni að ríkisstjórnin viti þetta og hugsi af sinni alþekktu skammsýni að ekki megi fjölga fólki á Vestfjörðum, því fylgi bara kostnaður. Auðvitað er það rétt -  en skammsýn er þessi hugsun. Atvinna skapar verðmæti og verðmætaaukning veldur auknum skatttekjum. Þarf að stafa þetta ofan í vanhæfa ríkisstjórn.

Og nú er rúmt ár síðan ríkisstjórnin reyndi að lappa upp á hörmulega sjálfsímynd sína með ríkisstjórnarfundi á Ísafirði. Ekkert hefur gerst annað en að hún hyggst arðræna sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum með skattheimtu sem byggir á veltu undir yfirskyni hins fallega orðs „auðlindagjalds“. Dettur Vestfirðingum eitt augnablik í hug að þessi skattheimta muni fjölga íbúum í landshlutanum? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband