Rúv bregst illa við gagnrýni forsetans

Þegar forseti Íslands sér ástæðu til að gagnrýna fréttaflutning Ríkisútvarpsins eru svörin undarleg. Páll Magnússon, útvarpsstjóri segir í viðtali í Morgunblaðinu í morgun:

Þessar ávirðingar forsetans eru tilhæfulausar og ómaklegar. Ég ætla að stilla mig um að hafa um þau önnur orð, a.m.k. opinberlega.

Og Óðinn Jónsson, fréttastjóri, segir:

Ólafur Ragnar Grímsson, verður bara að fá að ráða því hvernig hann hagar sinni kosningabaráttu. 

Mér finnst þessi svör heldur snubbótt og yfirlætisleg miðað við að forsetinn hefur sett fram skýra gagnrýni. Í svörunum felst að Ríkisútvarpið skuldi engum skýringar. Ég hef lesið gagnrýn Ólafs og beið eftir svörum en fæ ekki þau önnur en að þetta sé bara tilhæfuslaus og ómakleg gagnrýni í kosningabaráttu.

Er það svo að í kosningabaráttu sé allt tilhæfulaust og ómaklegt? Eru frambjóðendur flokkaðir á sama bás í Ríkisútvarpinu og svokallaðir „hagsmunaaðilar“, þ.e. þeir sem eru gjörsamlega ómarktækir.

Þjóðin á rétt á betri og skilmerkilegri svörum frá Ríkisútvarpinu en þetta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta Sigurður. Við eigum að fá skýringu þ.e. allmennilegt svar.

Valdimar Samúelsson, 14.5.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hrokinn og yfirlætið í þessum Útvarpsstjóra og Fréttastjóra hans er yfirgengilegur. RÚV hefur marg sýnt að að þeir fara ekki að lögum um hlutleysi stofnunarinnar.

Þeir draga mjög taum Samfylkingarinnar og ESB Trúboðsins á Íslandi.

Stjórn RÚV ætti að reka þennan útvarpsstjóra og biðja þjóðina um leið afsökunar á þessum lögbrotum, því fyrr því betra.

Gunnlaugur I., 14.5.2012 kl. 10:30

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, hér getur þú horft á fréttina sem fór svona illa í Ólaf.  Segðu mér svo hvað átti Svavar að hafa gert rangt:

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/20032012/forsetakosningar-kjordagur-stadfestur 

Marinó G. Njálsson, 14.5.2012 kl. 14:02

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, nú er einhver misskilningur hjá þér Marinó. Ég vék í pistlinum ekki einu orði að Svavari þessum né því sem hann hefur gert. Pistillinn er eingöngu um svör stjórnenda Ríkisútvarpsins sem mér finnast heldur léleg og í þau vantar þá kurteisi sem þeir eiga ekki aðeins að sýna frambjóðendum heldur öllum þeim gera athugasemdir við framsetningu frétta eða annars hjá þessari stofnun. Ríkisútvarpið er ekki einkafyrirtæki og stjórnendur þar verða að svara málaefnalega því sem beint er til þeirra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.5.2012 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband