Forsetinn lýsir starfsháttum ríkisstjórnarinnar

Jæja, nú er það komið upp á yfirborðið, milliliðalaust. Allur þessi áróður gegn Davíð Oddssyni um yfirgang hans og hann hafi sniðgengið forsetann stenst ekki. Og það sem meira er andstæðar skoðanir Ólafs Ragnars og Davíðs komu ekki veg fyrir að þeir gætu átt ágæt samskipti.

Hvaða ályktanir má draga af viðtalinu við forsetann? Jú, forsætisráðherrann sættir sig ekki við að forsetinn hafi aðrar skoðanir, hún ætlast til að allir standi og sitji eins og hún vill. Gerist það ekki fer hún í fýlu og viðkomandi fer af jólakortalistanum ...

Þetta segir í raun ekkert um lunderni forsætisráherrans, það kemur málinu ekkert við. Aðalatriðið er að ríkisstjórnin kann ekki til verka. Hún veður áfram, hristir af sér þá þingmenn sem ekki reynast leiðitamir og kallar aðra öllum illum nöfnum.

Ríkisstjórnin tapaði Icesave málinu í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslum, hún rann á rassinn með stjórnlagaþingið, hún hefur fengið þjóðina upp á móti sér vegna skuldastöðu heimilanna, atvinnuvegina vegna stórhættulegrar aðfarar að vermætasköpun í sjávarútvegi og svo má lengi upp telja.

Á þingi eru þeir sem ræða málefnalega um lagafrumvörp sem ríkisstjórnin hefur lagt fram sagðir vera með málþóf. Fyrir nokkrum árum hét slíkt lýðræðislegur réttur þingmanna til að tjá sig.

Og í þokkabót stundar ríkisstjórnin hrossakaup, kaupir atkvæði þingmanna Hreyfingarinnar fyrir stuðning við einstök frumvörp.  

Er ekki kominn tími til að losna við þessa ríkisstjórn í þingkosningum? 


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ætlar ekki Samfylkingin að láta Þórhönnu koma í staðinn fyrir Jóhönnu, og stilla henni upp á Bessastöðum.

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2012 kl. 14:19

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú losnar ekki við ríkisstjórnina með kosningum. Hrossakaupin eru alltaf í gangi. Bara í steininn með liðið, lögbrotin er nógu mörg!

Eyjólfur Jónsson, 13.5.2012 kl. 17:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hreyfingar-formaðurinn Þór Saari minnir mig á kúgunarveldis-einræðisherrana í einræðiskaupmennskunni í gamla daga, í sjáfarplássum landsins.

Hann blæs sig út í pólitískum fjölmiðlum ríkisins (RÚV), og hæðist að þeim sem segja sannleikann, og sem ekki selja skoðanir sínar og sálu til seðla-bankaræningja-fjölmiðla.

Gleymum ekki að Þór Saari hefur haft lifibrauð af að vinna í Seðlabanka Íslands, og að styðja núverandi ríkisstjórn, sem hann þykist vera að bjóða sig fram gegn, með þáttöku sinni í Dögun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband