Ríkisstjórnin ćtlar ađ brjóta stjórnarskránna
7.5.2012 | 08:51
Ţau fiskveiđistjórnarfrumvörp sem Alţingi hefur nú til međferđar eru stórskađleg. Ţau munu valda tjóni hjá fyrirtćkjum, raska byggđ, leiđa til launalćkkana hjá starfsfólki, draga úr ţjóđhagslegri arđsemi og eru hörđ atlaga ađ fjármálakerfinu. Á ţetta hefur veriđ bent af frćđimönnum, endurskođendum, fjármálafyrirtćkjum, útvegsmönnum, sjómönnum, fiskverkendum og sveitarstjórnarmönnum og fjölmörgum alţingismönnum. Ţađ er hryggilegt hve formćlendur ţessara frumvarpa taka ţessum alvarlegu ábendingum af mikilli léttúđ og kćruleysi.
Ofangrein tilvitnun er úr grein Einars Kristins Guđfinnssonar, alţingismanns, í Morgunblađinu í morgun. Í henni rekur hann nokkur atriđi sem benda tvímćlalaust til ţess ađ fiskveiđifrumvörpin brjóti á rétti samkvćmt stjórnarskránni. Ţessi atriđi eru:
- Ţar sem skattlagningarvaldiđ verđur samkvćmt stjórnarskrá ekki framselt til framkvćmdavaldsins verđa allar forsendur álagningarinnar ađ vera skýrar. Ţćr skortir í frumvörpum ríkisstjórnarinnar.
- Frumvarpiđ um veiđiskattinn felur í sér framsal skattlagningarvalds, frá Alţingi til framkvćmdavaldsins.
- Hér er veriđ ađ vísa til ţess ađ sérstakri nefnd sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra er faliđ mjög mikiđ vald til útfćrslu á skattheimtunni.
- Stjórnarskráin leggur blátt bann viđ afturvirkri skattlagningu. Rökstutt hefur veriđ ađ regla veiđiskattsfrumvarpsins sé afturvirk.
- Bent hefur veriđ á ađ frumvörpin, verđi ţau lögfest, muni fela í sér mjög mikla rýrnun á verđmćti fyrirtćkja í sjávarútvegi, um 100 til 145 milljörđum króna, um 38% frá núverandi virđi.
- Slík skattlagning hlýtur ađ vera langt umfram ţađ skattlagningarvald sem stjórnarskráin fćrir Alţingi.
- Af lestri umsagna verđur ţađ ráđiđ ađ frumvörpin tvö kunni ađ stangast a.m.k. á viđ fjórar greinar stjórnarskrárinnar, ţ.e. 40. gr., 72. gr., 75. gr. og 77. gr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.