Má leigja Kínverjanum kvóta til 90 ára?
6.5.2012 | 10:47
Ríkisstjórn vinstri manna á Íslandi er full þversagna og handarbaksvinnubragaða. Nú ætlar hún að samþykkja leigu útlendings á íslensku á landi til fjörtíu ára. Í þessu sambandi er ekkert talað um auðlindagjald, nóg er þó af slíku tala við leigu á kvóta sem ríkisstjórnin vill leigja til tuttugu ára.
Ísland hefur frá 1949 verið í NATO. Allan þann tíma hafa öfgasinnaðir vinstri menn (dálítið gaman að brúka svona frasa) sungið Ísland úr NATO, herinn burt og um leið haldið litríkar skemmtanir og göngur fyrir málstaðinn. Þá hefur ósjaldan verið vitnað til Einars Þverærings og orða hans þegar Noregskonungur vildi fá hluta af landinu og þá kom mönum í hug að gefa honum Grímsey. Flutti hann ræðu merka og í henni eru þessi orð samkvæmt Heimskringlu:
En um Grimsey er þat at ræða, ef þaðan er engi hlutr flutr, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns, ok ef þar er útlendr herr, ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ek mörgum kotbúöndunum muni þykkja verða þröngt fyrir durum.
Ok þegar er Einar hafði þetta mælt ok innt allan útveg þenna, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál.
Þessu var nú hafnað á sínum tíma rétt eins og herstöðvarandstæðingar vildu hafna aðstöðu NATO hér á landi. En nú eru breyttir tíma. Þeir sem áður vitnuðu til Einars Þverærings hafa nú gleymt honum. Og ljós að auðveldlega má bera fé á landann, framar öllu á vinstri menn, þeir gleypa við öllu. Í engu er spurt til hvers eigi að nota allt þetta landflæmi sem jörðinni tilheyrir.
Sé eitthvert slátur í Grímsstöðum fyrir ferðamenn allan ársins hring á þá ekki hin skelleggi skattamálaráðherra að uphugsa einhvern skatt til að leggja á Kínverjann, sá skattur má til dæmis heita auðlindagjald mín vegna?
Ég þekki nóg til í ferðamálum og veit, rétt eins og margir aðrir, að þarna munu aldrei koma til mikilla uppbygginga. Slíkt væri óráð hið mesta og byði ekki upp á annað en hrakninga og erfiðleika fyrir gesti langmestan hluta ársins. Sé þetta spurning um hótel þá nægja nokkur þúsund fermetrar en ekki hundrað þúsund fermetra land. Golfvöllur sem nýtist verður aldrei byggður á Grímsstöðum.
Eflaust er sveitarsttjórnum á Norðausturlandi mikið niðri fyrir. Ef til vita þær eitthvað sem ekki hefur verið greint frá um uppbygginguna, en meðan svo er held ég að það sé hið mesta óráð og gagnslaust að leiga gríðarlegt landflæmi til 40 eða 90 ára. Myndu menn vera tilbúnir til að leigja Kínverjanum kvóta í fiskimiðunum til jafnlangs tíma?
Huang segir samkomulag í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil Sigurður.
Mér þætti vænt um ef utanríkisráðherra kannaði það í snarheitum hvort kínversk yfirvöld séu reiðubúin að leigja íslenskum athafnamönnum 0,3% af Kína til 40 eða 99 ára.
Ágúst H Bjarnason, 6.5.2012 kl. 12:19
Fín grein hjá þér, Sigurður, og sannarlega tilefni til að draga fram líkinguna við það, þegar Noregskonungur falaðist eftir Grímsey, og benda á tvískinnung þeirra vinstri manna, sem gátu notað það sem röksemd á 5. áratugnum, en þegja nú yfir fyrirætlunum manna um að gefa yfirráðin yfir margfalt stærra landsvæði í hendur gamals kontórista úr áróðursmálaráðuneyti mesta harðstjórnar-nýlenduríkis heims, sem er í óformlegu, en margstaðfestu hernaðarbandalagi við Rússland, sem er nú ekki mikið lengra undan en Noregur -- raunar á vissan hátt margfalt "nær" okkur en Noregur var á miðöldum, ef tekið er tillit til tækniframfara.
Svo eru þessir sömu vinstri menn að gera kröfu um það í síðustu viku, að Ísland eigi að segja sig úr Norður-Atlantshafsbandalaginu, en á því og samningi við Bandaríkin byggjast þó einu varnir þessa lands!
Lítum líka til þessa: Grímsey er aðeins 5,3 ferkílómetrar að stærð. Grímsstaðir eru 300 ferkílómetrar, á stærð við eyríkið Möltu. Þótt aðeins væri gert ráð fyrir framsali yfirráða yfir 70% Grímsstaða, væru þeir 210 fkm nær 40 sinnum (39,6 x) stærra landsvæði en öll Grímsey.
PS. Já, þetta er sannarlega meira en "hundrað þúsund fermetra land," eins og þú veizt vitaskuld. 1 km = 10 hm = 100 dm = 1000 m; 1 fkm = 100 ha. = 10.000 ferdekametrar = 1.000.000 fermetrar. 300 fkm eru þannig 30.000 hektarar eða þrjár milljónir fermetra. Nóg "gólfplássið" þar fyrir þá, sem vilja gera sig breiða!
Jón Valur Jensson, 6.5.2012 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.