Ríkisstjórnin er skaðlegri en hrunið sjálft

Ég benti nýverið á að stefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð hennar við falli bankanna hefðu valdið samfélaginu meira tjóni en bankahrunið sjálft. Það varð til þess að blogglúðrasveit og netdólgar ríkisstjórnarflokkanna hrukku af hjörunum. Annar eins fúkyrðaflaumur hefur líklega ekki komið úr þeirri átt frá því að ég tók upp á því að tjá mig um mikilvægi þess að ráðast í almenna skuldaleiðréttingu, snemma árs 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sækir ekki mörg atkvæði til almennings, miklu færri en hann á skilið svo rökfastur og skynsamur sem hann getur oft verið.

Hann skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Kostnaðurinn af skaðlegri ríkisstjórn“. Þetta er frábær grein og ástæða fyrir alla að lesa hana.

Í greinni rökstyður Sigmundur þau orð sem hann lét falla og koma fram í tilvitnuninni hér að ofan. Niðurstaðan er þessi:

Lauslega áætlað og með vísan til þekktra auglýsinga er niðurstaðan um það bil þessi:

Hrun heils fjármálakerfis: 670 milljarðar.

Sósíalistastjórn í 3 ár: 890 milljarðar.

Kosningar og ný ríkisstjórn sem nýtir hin óendanlegu tækifæri Íslands öllum til hagsbóta: Ómetanlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já, hún hefur tafið okkur í þrjú ár og eitt miljörðum í kjaftæði og skrípalæti sem aldrei verða okkur að gagni og ætlar að tefja okkur í ár í viðbót.  Þá loksins getum við vonandi farið að vinna vinnu sem skilar arði.  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.5.2012 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband