Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Fara þarf eftir dómum hæstaréttar
20.4.2012 | 00:13
Skil á lyklum er ekki lausn, slíkt er neyðarúrræði fyrir afar lítinn minnihluta. Verkefnið er miklu stærra en ríkisstjórnin hefur reynt að þegja það í hel. Málið snýst um að vinda ofan af skuldavandanum rétt eins og margir dómar hæstaréttar hafa hnigið. Bankar og fjármálastofnanir þurfa að fara eftir þeim eða knýja þá til þess. Ríkisstjórnin er hluti vandans, við þurfum að koma henni frá sem fyrst.
Skuldarar geti skilað lyklunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 104
- Frá upphafi: 1646989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Að geta skilað lyklum af íbúðum sínum til fjármálastofnanna er í sjálfu sér lausn fyrir einhverja, en þetta er þó stefna sem varla er raunhæf og reyndar gæti orðið stórhættuleg fyrir þjóðfélagið.
Það hlýtur að vera meiri skynsemi í því að leiðrétta þann forsemndubrest sem varð við fall bankana og gera með því kleyft fyrir fólk að búa í sínum íbúðum áfram og greiða af sínum lánum í nálægð við það sem gert var ráð fyrir þegar þau voru tekin.
Með því hljóta bankarnir að styrkjast, hlýtur þjóðfélagið að verða betra og með því getur fólk litið bjartari framtíð.
Ekki veit ég um neinn lántaka sem ekki er tilbúinn að standa við þær skuldbindingar sem hann gerði og honum var talin trú um, fyrir hrun. Það eru hinsvegar sífellt fleiri sem ekki ráða við þær skuldbindingar nú, vegna þess að það varð forsemndubrestur og greiðslubyrgðin varð meiri enn nokkurn gat grunað. Þá er ekki spurning um vilja, heldur getu.
Það óskar enginn þess að skila inn lyklum af sinni íbúð og standa á götunni eftir. Þetta er þó leið sem margir yrðu að fara, nauðugir viljugir, ef vandinn verður ekki viðurkenndur og lausnir framkvæmdar í samræmi við hann.
Gunnar Heiðarsson, 20.4.2012 kl. 03:18
Kúgun fjármálastofnana og banka er ólögleg og ólíðandi.
Margir myndu fegnir skila lyklunum til að hafa möguleika á að halda áfram, án þess að vera mannréttindalausir þrælar þessara fjárglæfrafyrirtækja í allri framtíð.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna ekki var hlustað á Lilju Mósesdóttur og hennar stuðningsfólk, þegar hún kom með lyklafrumvarpið.
Ég man ekki eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist sérstaklega fyrir lyklafrumvarpi, þótt hann ætli að nota það sem skrautfjöður í kosningabaráttu-hattinn sinn núna. Það er alveg óþarfi af þeim flokki að koma með slíka blekkingarklisju núna, stuttu fyrir kosningar. Það eru allir búnir að fá meir en nóg af slíkum fals-fagurgala. En skynjun Sjálfstæðisflokks-klíkunnar nær víst ekki svo langt að fatta það.
Með lyklaskilum eru málin afgreidd í sæmilega siðuðum ríkjum, til að losna úr þrælabúðum forsendubrests fjárglæfra-lotteríi verbréfablekkingar-fjármálakerfisins ónýta. En það er víst dágóður spölur í að Ísland geti talist sæmilega siðað ríki, sem axlar sjálft ábyrgð. Hér er bara hugsað um að henda ábyrgðinni yfir á fátæk ESB-ríki! Þvílík aumingjastefna hjá auðlindaríkustu þjóð veraldar, miðað við fólksfjölda!
Hér er gull framtíðarinnar, sem er hreina vatnið. Að tala um fiskinn og orkuna sem framtíðarauðlind Íslands er bara blekkingarleikur, til að þagga niður allt tal um vatnsauðlindina. Í framtíðinni verður vandamál að losna við úrgangsolíu á jörðinni, og þess vegna er olían ekki lengur það gull sem hún var. Það kostar of mikið að eiða úrganginum, til að hún geti talist gulls virði. En þetta er eitthvað sem ekki má tala um á Íslandi, frekar en aðrar óþægilegar staðreyndir.
Við gætum lifað án fisks en það er lífsins ómögulegt að lifa án vatns.
Í mjög mörgum löndum þarf að hreinsa takmarkaðar byrgðir vatns með mikilli orku og tilheyrandi tilkostnaði. Íslendingar eru svo góðu vanir að þeir skynja ekki hversu verðmæt þessi auðlind er. Það væri hægt að tryggja öllum búseturétt á sínum eigin heimilum, með vatnsauðlindinni, ef stjórnvöld hefðu þau raunverulegu völd yfir fjárglæfrafyrirtækjunum sem til þarf.
Það er sorglegt að horfa uppá álfyrirtækin fá vatn til vinnslunnar, án þess að borga hátt verð fyrir þessa vanmetnu auðlind íslendinga. Vatnið er meira virði en fiskurinn og orkan til samans.
Það á enginn að þurfa að yfirgefa heimilið sitt og sundra fjölskyldum, í þessu auðlindaríka landi. En embættismanna-kerfið spillta, er mannað af spilltu, blindu, ofdekruðu, hugsjónalausu og úrkynjuðu flokksklíku-liði, sem ekki hefur skynbragð á hvað auðæfi eru, né hvernig þau verða til gagns á eðlilegan réttlátan hátt.
Með svona rotið og spillt embættismanna-kerfi, er ekki von á neinni breytingu á mafíueyjunni Íslandi. Kosningar breyta ekki embættisklíkunni. Það erum við búin að sannreyna. Það þarf ekki að reyna það aftur, sem ekki virkar.
Það þyrfti að kjósa embættismenn og aðstoðarmenn ráðherra, ef eitthvað á að breytast í hugsunarhætti fólks. Það tapa allir á svindli og svikum þegar upp er staðið, líka þeir sem svindla og stela í skjóli embættis-mafíuklíku. Það erum við búin að sannreyna með hörmulegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild sinni, og gagnslaust að reyna það áfram.
En ofurgráðug og siðlaus heimskan virðist eiga að verða aðalsmerki Íslands áfram.
Íslendingum finnst víst verst af öllu að vera taldir heimskir, gráðugir og siðblindir embættismanna-smjaðrarar, og þó vill enginn taka þá "áhættu" að breyta þessu spillta og vonlausa kerfi. Enginn vill byrja á sjálfum sér, heldur bíða allir eftir að hinir byrji á sjálfum sér!
Og hringavitleysan heldur áfram!!!
Tóm hús og húsnæðislaus almenningur er "afreks-stolt" fjárglæfra-embættismanna-klíkunnar siðlausu!!!
Það eru til margar aðferðir við að taka lífið, lífsmöguleikana og heilsuna af saklausu fólki og sundra fjölskyldum, og þessi aðferð embættis-klíkuveldis og sálarlausra bankastofnana er siðlausust og kvalarfyllst af öllum! Sálarangist er ekki viðurkennd pyntingaraðferð á Íslandi, en allir vita þó að andlegt ofbeldi er miklu verra en líkamlegt.
Afneitunin er enn á fullri siglingu í átt að næsta bankaráni!
Svona er samfélagsmyndin af Íslandi í dag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.4.2012 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.