Auðlindagjald er ekkert annað en aukinn tekjuskattur
16.4.2012 | 16:20
Það er pólitísk ákvörðun hvort taka eigi upp nýja skattstofna og fela þá undir öðru nafni, í þessu tilviki auðlindagjald. Sumir hafa gjörsamlega misst sig í þessari umræðu og skilja hana ekki. Þeim er tíðrætt um að þjóðin eigi fiskinn í sjónum. Færð hafa verið rök fyrir því að þetta er tómt rugl. Við, þjóðin, njótum ekki eignaréttar í hefðbundnum skilningi þess orðs. Eignaréttur er allt annað hugtak.
En finnum út hvort það sé vilji þjóðarinnar að mergsjúga atvinnuvegina og jafnvel skekkja rekstrargrundvöll þeirra vegna þess að þeir leggi ekki nóg fé í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar, sem er ekkert annað en ríkissjóður. Munum samt að almenningur á engan rétt í þann sjóð, eignarétturinn er ekki þar til staðar.
Í sannleika sagt er ekki hægt að breyta umræðunni á þann veg að krefjast auðlindagjalds nema því aðeins að eitt skuli yfir alla ganga. Allur rekstur byggist á auðlind á einn eða annan hátt. Ljóst er að auðlind landbúnaðarins er landið sjálft, skiptir engu hvort það er undir beinum, hefðbundnum eignarétti eða ekki. Jafnvel versluninn byggir á þeirri auðlind sem er almenningur. Ferðaþjónustan byggir á landi og fólki, hvort tveggja er auðlind hennar. Svona má lengi telja.
Eitt er hins vegar víst. Auðlindagjald er skattur, ekkert annað, skiptir engu hversu fjálglega talað er með sautjándajúníanda hreimnum.
Mikil ósköp, sumir græða meira en aðrir. Er það ekki bara hið besta mál? Fjármagnið leitar alltaf út í þjóðfélagið, það gerist fyrr eða síðar. Þeir sem ætla að hlífa Landsvirkjun við auðlindagjaldi en leggja það með fullri hörku á Brim, Granda og önnur sjávarútvegsfyrirækin eru í hreinræktaðri herferð gegn sjávarútvegnum. Næst kemur auðlindagjald á Kynnisferðir, Icelandair, Vélsmiðju Skagastrandar, Trex, Hótel Rangá, Icelandic Adventures, hjólbarðaverkstæðin og svo framvegis.
Áður en þetta mál fer út í öfgar þá verðum við að skilja það. Hóflegt gjald fyrir auðlindina getur verið réttlætanlegt svo fremi sem það byggir hana upp, eflir rannsóknir og skilning á henni. Sem skattstofn á borð við tekjuskatt á auðlindagjaldið ekki rétt á sér. Það skemmir en byggir ekki upp.
Þyrfti að greiða 7,5 milljarða í auðlindagjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Það skemmir en byggir ekki upp."
Kjarni málsins.
Takk fyrir góða grein Sigurður.
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.