Fyrr eða síðar mun hann átta sig á glæpum sínum

Norski fjöldamorðinginn virðist barnalegur. Hann lifir í gömlum tíma, telur að einhver handahreyfing setji hann á stall með öðrum álíka sem halda í hávegum „kveðju“ sem líkist þeirri sem nasistar brúkuðu hér áður fyrr. Í dag hefur svona vings enga þýðingu. Ef glæpurinn væri ekki svona alvarlegur myndi maður segja að þetta væri beinlínis hlægileg framkoma.

Auðvitað er maðurinn geðveikur. Fram hefur komið að hann hefur lifað í gerviheimi tölvuleikja, misst þar fótanna og gerir sér ekki lengur grein fyrir raunveruleikanum.

Verst er hins vegar staðan fyrir ábyrgt og gott þjóðfélag Norðmanna, að maður geti komist upp með svona glæp án þess að til hans hafi sést við undirbúninginn. Enn verra er forherðing mannsins, sem gerir sér ekki grein fyrir verkum sínum, skilur þau ekki.

Einhvern tímann, fyrr eða síðar, mun hann átta sig, og þá þarf hann örugglega á mikilli hjálp að halda. Hversu mikið sem sjálfsálitið er þá er útilokað annað en að innst inni skilji hann stöðuna.

Langverst við þetta allt er að í hverju þjóðfélagi kunna hugsanlega að fyrirfinnast einn eða tveir eins og sá norski. 


mbl.is Réttarhöldunum lokið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband