Valgerður á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
22.3.2012 | 14:27
Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins rasskellir Valgerði Bjarnadóttir, þingmann Samfylkingarinnar fyrir skrum hennar. Hann segir á vef sínum T24:
Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var ósátt við að þingmenn vildu ekki samþykkja ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur um breytingar á stjórnarskrá, á hundavaði.Á Alþingi í gær [miðvikudag] sagði Valgerður:
Við erum hér að leita álits þjóðarinnar og ætlum að gera það 30. júní ef að þingið samþykkir. Og ég skora á þingmenn að vera ekki hræddir við fólkið í landinu og skoðanir þess.
Hér skal látið liggja á milli hluta að hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði í raun orðið marklaus, miðað við þær spurningar sem Valgerður Bjarnadóttir vildi að lagðar yrðu fram. En það er hreint magnað að þingmaður sem lagðist gegn því að Icesave III yrði borin undir þjóðina skuli væna þingmenn, sem hafna því að fara á hundavaði yfir stjórnarskránna, um að hræðast fólkið í landinu og skoðanir þess.Allir þingmenn Samfylkingarinnar, þar með talin Valgerður Bjarnadóttir, ásamt flestum þingmönnum VG, felldu tillögu Péturs H. Blöndals, 16. febrúar 2011 um að Icesave-samningurinn (nr III) myndi ekki öðlast gildi nema með samþykkti meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hræddist Valgerður og ríkisstjórnin öll fólkið í landinu og skoðanir þess. Og það ekki að ástæðulausu.Stundum er talað um að kasta steinum úr glerhúsi.
Hér er tekið undir hvert orð Óla Björns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.