Litla skrefið hans Ögmundar

„Hvorki þingsályktunartillaga Sivjar né frumvarp Ögmundar ganga eins langt og gert var ráð fyrir í mínu frumvarpi. Það má segja að menn séu sammála um nauðsyn þess að auka heimildir lögreglu en það er raunverulegur eðlismunur á þeim tillögum sem nú eru til umræðu og því sem ég var með í höndunum,“ sagði hann. Um frumvarp Ögmundar sagði hann: „Fyrir Ögmund er þetta stórt skref en þetta er lítið skref fyrir þá sem hafa hugsað málið á öðrum nótum.“

Þetta segir í grein um glæpastarfsemi í Morgunblaðinu í morgun og inni í það eru tilvitnuðu orðin hér að ofan við Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Fyrir nokkrum árum var hreinlega hraunað yfir Björn sem leyfði sér að hafa áhyggjur af þessum málum. Forvirkar rannsóknir var frasinn sem fór svo illa fyrir brjóstið á vinstri mönnum. Þeir héldu að Björn ætlaði að stofna leyniþjónustu sem ætti að rannsaka starfsemi vinstri manna. Þetta hentaði þá í pólitíkinni en nú blasir við sú mynd sem hinum forvirku rannsóknum var ætlað að koma í veg fyrir að birtist nokkurn tímann.

Vandinn er glæpastarfsemin og til henni þarf að verjast. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur látið hafa það eftir sér að sú glæpastarfsemi sem varað var við fyrir um tíu árum er hingað komin.

Og hvernig á að taka á málum nú. Telja menn virkilega að sú hugmynd að banna vélhjólasamtök skapi öryggi meðal almennra borgara? Getur úrsögn úr Schengen skipt einhverju máli? Eða þarf að taka til og byggja upp róttækar aðgerðir til að verjast þessum ófögnuði.

Víst er að innanríkisráðherra þarf að greikka sporið og taka þau stærri til að verjast þessum ófögnuði sem skipulögð glæpastarfsemi er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband