Höfuðsynd hve fast hann blés í flautuna
16.3.2012 | 09:14
Í nýlegri mynd um Margréti Thatcher bendir hún andstæðingum sínum í breska þinginu á að beina athyglinni að því hvað hún segi, fremur en að því hvernig hún segi það. Telur járnfrúin að skoðanir hennar myndu við það verða andstæðingum hennar að meira gagni.
Þannig byrjar Tómas Ingi Olrich góð grein sína í Mogganum í morgun og nefnist hún Vitnaleiðslur fyrir landsdómi. Í henni getur hann um margt af því sem ég hef fjallað um í þessu bloggi. Munurinn er hins vegar sá að Tómas er afar kurteis og málefnalegur en getur um leið verið afar meinlegur í málflutningi sínum. Hann segir nefnir að mörg vitni hafi notað tækifærið til að bera ákaft sakir á Davíð Oddsson:
Fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri er sakaður um að bera ábyrgð á hruninu, sem Geir H. Haarde er sakaður fyrir Landsdómi um að hafa ekki gert fullnægjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir.
En í raun er höfðusynd Davíðs Oddssonar ekki fólgin í því hverju hann varaði við né hve fast hann blés í flautuna. Honum er fyrst og fremst legið á hálsi fyrir að vera það sem hann er. Hann var stjórnmálamaður sem stýrði Íslandi á lengsta efnahagslegu framfaratímabili í sögu lýðveldisins. Slíkt er ófyrirgefanlegt. Á þeirri vegferð allri kom í ljós að maðurinn var ekki skaplaus. Honum rann í skap, þegar hann sá árangrinum, sem þjóðin hafði náð undir hans stjórn, stefnt í voða. Og hann virðist hafa skipt skapi þegar hann fékk fátækleg viðbrögð við áhyggjum sínum. Mörgum hefur hitnað í hamsi af minna tilefni.
Og Tómas nefnir nafn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem brast dómgreindin af því að hún beindi athyglinn ekki að því sem Davíðs sagði heldur hvernig hann sagði það.
Viðvörunum seðlabankastjóra bar að hennar mati að taka með fyrirvara. Skipti þá engu að Seðlabankinn og bankastjórnin í heild stóð í einu og öllu að baki þess mats að mikil hætta steðjaði að ís- lensku efnahagslífi vegna veikrar stöðu bankanna. Utanríkisráðherrann þáverandi var ekki einn um að láta persónulega afstöðu sína og andúð á seðlabankastjóra auka sér dómgreindarleysi. Menntamálaráðherrann taldi ekki ástæðu til að seðlabankastjórinn dramatíseraði þegar ríkisstjórnin var komin sýnu nær bjargbrúninni haustið 2008!Dómgreind beggja brást vegna þess hver talaði og hvernig. Skilaboðin náðu ekki eyrum þeirra vegna fordóma. Það sem er þó athyglisverðast er að þetta dómgreinarleysi ráðherranna hlýtur eins konar löggildingu í rannsóknaskýrslu Alþingis, sem er grundvallarplagg fyrir Landsdómi.
Reyndar held ég að þrátt fyrir orð Ingibjargar og annarra vitna hafi verk Davíðs sem seðlabankastjóra notið viðurkenningar flestra annarra vitna en pólitískra andstæðinga og svo auðvitað bankastjóra föllnu bankanna. En hver greinir svo sem þar á milli?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.